Hellirigning í kvöld

Veðurspáin klukkan 21 í kvöld. Rigning um allt land.
Veðurspáin klukkan 21 í kvöld. Rigning um allt land. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Í dag verður rigning sunnan- og vestanlands en úrkomuminna undir hádegi. Hellirigning verður á sunnanverðu landinu undir kvöld og einnig á norðanverðu landinu síðar um kvöldið.

Það styttir upp sunnanlands í nótt en norðvestanlands á morgun og léttir til á Austurlandi, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. 

Dálítil súld með köflum verður sunnanlands á morgun en gengur í austan 5-15 m/s seint annað kvöld með rigningu sunnanlands, hvassast verður allra syðst. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.

Veðurvefur mbl.is

Væta verður svo um mest allt land á sunnudag en á mánudag bregður til norðanáttar með rigningu norðanlands en þurru sunnanlands. Á þriðjudag er von á hægviðri og fremur björtu veðri um mestallt land. „En aftur í sama farið á miðvikudag og fimmtudag, rigning sunnan- og vestanlands, sól á Austurlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert