Kröfur ljósmæðra uppskrift að óstöðugleika

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra seg­ir að vit­an­lega sé það mjög al­var­leg staða þegar báðar samn­inga­nefnd­ir í kjara­deilu segi að þær séu komn­ar að þol­mörk­um og sjái ekki fram úr vand­an­um, líkt og for­menn samn­inga­nefnda rík­is­ins og ljós­mæðra sögðu hér í Morg­un­blaðinu í gær, en samn­inga­nefnd rík­is­ins hafnaði nýj­ustu kröf­um ljós­mæðra á sátta­fundi í fyrra­dag.

Ráðherra sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær að nýj­ustu kröf­ur ljós­mæðra um 18,4% launa­hækk­un fyr­ir samn­ing sem hafi aðeins átt að gilda í níu mánuði, væri upp­skrift að óstöðug­leika, hærri vöxt­um og verðbólgu. Það hefði reynsla kyn­slóðanna kennt okk­ur.

Frá fundi samninganefndanna í húsakynnum ríkissáttasemjara á dögunum.
Frá fundi samn­inga­nefnd­anna í húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara á dög­un­um. mbl.is/​Eggert

„Það er ástæða til þess að hafa mikl­ar áhyggj­ur af þeirri stöðu sem upp er kom­in. Ann­ars veg­ar í tengsl­um við þá stöðu sem er í heil­brigðis­kerf­inu vegna ljós­mæðra. Þá er ég að vísa til upp­sagna ljós­mæðra og yf­ir­vinnu­banns þeirra. Hins veg­ar er ástæða til þess að hafa áhyggj­ur af því al­mennt hver staðan er í kjara­mál­um á Íslandi í dag, eft­ir að við höf­um náð fram á und­an­förn­um árum al­gjör­lega for­dæma­lausri kaup­mátt­ar­aukn­ingu,“ sagði Bjarni.

Fjár­málaráðherra seg­ir að sé sér­stak­lega horft til ljós­mæðra, og sé kröf­um þeirra upp á 18,4% launa­hækk­un bætt við þær launa­hækk­an­ir sem orðið hafa hjá þeim á und­an­förn­um fimm árum, frá ár­inu 2013, þá hefðu laun þeirra hækkað um 45% á tíma­bil­inu.

Bjarni seg­ir að kraf­an um 18,4% hækk­un sé sett fram, jafn­vel þótt ljós­mæður vilji ein­ung­is semja til níu mánaða. „Eft­ir níu mánuði vilja þær vænt­an­lega setj­ast niður með samn­inga­nefnd okk­ar og semja um enn frek­ari launa­hækk­an­ir,“ sagði Bjarni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert