Sólin lætur sjá sig á þriðjudag

Sólin verður þó skammgóður vermir því á miðvikudag mun aftur …
Sólin verður þó skammgóður vermir því á miðvikudag mun aftur byrja að rigna víða um land. mbl.is/Hari

Nokkuð milt veður verður um allt land í dag en útlit er fyrir að þurrt verði um landið í kvöld. Þá mun byrja að rigna aftur í nótt og í fyrramálið en mikilli rigningu er spáð víða um Vestur- og Austurland í morgunsárið. Líklega mun þó sjást til sólar á Austurlandi þegar líða fer á morgundaginn og verður að líkum nokkuð sólríkt þar á mánudag.

Eins og áður segir mun sólin þerra Reykvíkinga á þriðjudag en þá mun verða heiðskírt um allt Vesturland ef spár Veðurstofunnar reynast sannar. Sólin verður þó skammgóður vermir því á miðvikudag mun aftur byrja að rigna víða um land.

Meðfylgjandi mynd náði ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is þegar hann lá marflatur í rigningunni á Laugavegi í gærkvöldi. Ljóst er að þar verður hann fram á þriðjudag ætli hann að bíða eftir að sólin komi til Reykjavíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert