Kópavogur með kynningu í New York

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það er ný nálg­un hjá okk­ur að mæla ár­ang­ur þar sem ekki er unnið út frá efna­hags­leg­um for­send­um held­ur fé­lags­leg­um þátt­um. Tekn­ir eru út þætt­ir sem við vilj­um mæla og varða líðan íbúa,“ seg­ir Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi, sem nú er stadd­ur í New York til að kynna þar á hliðarviðburði í tengsl­um við ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna, High Level Political For­um (HLPF), notk­un Kópa­vogs­bæj­ar á Vísi­tölu fé­lags­legra fram­fara (VFF).

„Mæl­ing­ar VFF hjálpa til við að fylgj­ast með því hvernig til tekst að ná heims­mark­miðum Sam­einuðu þjóðanna. Mæli­kv­arðinn hef­ur verið notaður af ein­staka þjóðum en aldrei af sveit­ar­fé­lagi af okk­ar stærð og er því um frum­kvöðlastarf að ræða,“ seg­ir Ármann og bæt­ir við að Kópa­vogs­bær hafi í júní fengið viður­kenn­ingu fyr­ir ný­sköp­un.

„Notk­un vísi­töl­unn­ar á að skila sér í að þjón­ust­an við íbú­ana verði betri, verk­efn­in mark­viss­ari og þar með fjár­hags­áætlana­gerðin. Vísi­tal­an er ný­leg aðferð til þess að mæla styrk­leika sam­fé­lags­legra innviða Kópa­vogs,“ seg­ir Ármann sem er sátt­ur við þá þver­póli­tísku sátt sem ríkt hef­ur í bæj­ar­stjórn Kópa­vogs í kring­um verk­efnið.

Auk fyr­ir­lest­urs Ármanns á sam­ráðsfundi HLPF, sem fram fer síðdeg­is í dag, verða þar m.a. fyr­ir­lestr­ar efna­hags- og sam­fé­lags­málaráðherra Parag­væ, fasta­full­trúa Kosta Ríka hjá Sam­einuðu þjóðunum og fram­kvæmda­stjóra Social Progress Im­perati­ve-stofn­un­ar­inn­ar.

Ármann seg­ir að Kópa­vogs­bær hafi látið smíða sér­stak­an hug­búnað sem byggi á þátt­um vísi­töl­unn­ar og miklu magni af gögn­um um fjöl­breytt­an rekst­ur bæj­ar­ins. Nálg­un bæj­ar­ins hafi vakið at­hygli Social Progress Im­perati­ve-stofn­un­ar­inn­ar sem tek­ur sam­an mæli­kv­arðann sem notaður er í VFF.

„Vinn­an við und­ir­bún­ing notk­un­ar á vísi­töl­unni hófst 2017 og fyrsta skor­kortið var birt í vor. Niður­stöður mæl­ing­anna not­um við í frammistöðumati á fram­kvæmd­ir og til að styrkja stýr­ingu og skil­virkni op­in­berr­ar fjár­fest­ing­ar,“ seg­ir Ármann og bæt­ir við að afrakst­ur­inn skili sér í auk­inni vel­ferð íbúa og betri nýt­ingu á skatt­fé íbú­anna.

Kópa­vogs­bær frum­sýn­ir í dag mynd­band á fés­bók­arsíðu sinni um nálg­un Kópa­vogs­bæj­ar á notk­un vísi­tölu fé­lags­legra fram­fara.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert