Mæður veikra barna sendar heim

Verst er ástandið á sængurkvennagangi Landspítalans þar sem níu ljósmæður …
Verst er ástandið á sængurkvennagangi Landspítalans þar sem níu ljósmæður létu af störfum 1. júlí. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Sif Sig­ur­geirs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar ljós­mæðra, seg­ir að það kæmi sér ekki á óvart yrðu lög sett á yf­ir­vinnu­bann ljós­mæðra sem boðað hef­ur verið á miðviku­dag­inn. Gunn­ar Björns­son, formaður samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins, seg­ist ekki vita til þess að slík lög séu í bíg­erð. Lára V. Júlí­us­dótt­ir hæsta­rétt­ar­lögmaður seg­ir slíka laga­setn­ingu óæski­lega. Fyr­ir henni þurfi bæði að vera al­manna­hags­mun­ir og þjóðhags­leg rök.

Nú hef­ur um helm­ing­ur ljós­mæðra sem starfa á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands sagt upp störf­um, um 30 ljós­mæður á Land­spít­al­an­um, ein á Sel­fossi og þrjár á Akra­nesi.

Hall­fríður Krist­ín Jóns­dótt­ir, Fríða, er ljós­móðir á fæðing­ar­vakt Land­spít­al­ans. Hún seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag að versta ástandið sé á sæng­ur­kvenna­gangi, þar sem níu ljós­mæður létu af störf­um 1. júlí.

Ein birt­ing­ar­mynd þess sé að mæður sem eru með börn á vöku­deild, gjör­gæslu­deild nýbura, eru send­ar heim af spít­al­an­um. „Kon­ur sem ann­ars hefðu fengið að vera með kríl­un­um sín­um í nokkra daga,“ seg­ir Fríða. Linda Krist­munds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri kvenna- og barna­sviðs Land­spít­al­ans, seg­ir að ef verði af yf­ir­vinnu­bann­inu muni Land­spít­al­inn starfa áfram eft­ir þeirri neyðaráætl­un sem tók gildi um síðustu mánaðamót þegar upp­sagn­ir 12 ljós­mæðra þar tóku gildi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert