Á 160 km/klst. við Smáralind

Undir stýri sat sautján ára ökumaður sem var sviptur ökuréttindum …
Undir stýri sat sautján ára ökumaður sem var sviptur ökuréttindum í kjölfarið. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Lög­regl­an stöðvaði bíl á Reykja­nes­braut til móts við Smáralind um klukk­an 1 í nótt. Hafði bíll­inn mælst á 160 kíló­metra hraða á klukku­stund á vegi þar sem há­marks­hraðinn er 80 km/​klst.

Ökumaður­inn reynd­ist sautján ára. Hann var svipt­ur öku­rétt­ind­um til bráðabirgða. Einnig var sautján ára farþegi í bif­reiðinni og var hann sótt­ur af for­eldri á lög­reglu­stöð. Lög­regl­an vann að mál­inu með aðkomu for­eldra og til­kynn­ingu til barna­vernd­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert