Lögreglan stöðvaði bíl á Reykjanesbraut til móts við Smáralind um klukkan 1 í nótt. Hafði bíllinn mælst á 160 kílómetra hraða á klukkustund á vegi þar sem hámarkshraðinn er 80 km/klst.
Ökumaðurinn reyndist sautján ára. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Einnig var sautján ára farþegi í bifreiðinni og var hann sóttur af foreldri á lögreglustöð. Lögreglan vann að málinu með aðkomu foreldra og tilkynningu til barnaverndar.