Blásið til hátíðarfundar á Þingvöllum

Þessir ferðamenn fylgdust áhugasamir með loka undirbúningi þingfundarins.
Þessir ferðamenn fylgdust áhugasamir með loka undirbúningi þingfundarins. mbl.is/Hari

Þess verður minnst í dag að 100 ár eru liðin frá því að samn­inga­nefnd­ir Íslands og Dan­merk­ur und­ir­rituðu samn­ing­inn um sam­bands­lög­in sem tóku gildi 1. des­em­ber 1918, en í hon­um var kveðið á um að Dan­mörk og Ísland væru frjáls og full­valda ríki í sam­bandi um einn og sama kon­ung.

Hald­inn verður sér­stak­ur hátíðar­fund­ur Alþing­is á Þing­völl­um í til­efni dags­ins, en á dag­skránni er eitt mál; til­laga formanna stjórn­mála­flokk­anna um verk­efni í þágu barna og ung­menna og um rann­sókn­ir er stuðli að sjálf­bærni auðlinda hafs­ins og nýtt haf­rann­sókna­skip.

Ein­ar Á. E. Sæ­mundsen, þjóðgarðsvörður á Þing­völl­um, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að gott hljóð sé í starfs­fólki þjóðgarðsins fyr­ir fund­inn í dag. „Þetta verður glæsi­leg sam­koma,“ seg­ir Ein­ar. Und­ir­bún­ing­ur við gerð fund­ar­palls­ins auk ým­issa annarra verk­efna í tengsl­um við fund­inn hef­ur gengið vel og hafa marg­ir lagt hönd á plóg til þess að allt gangi sem best fyr­ir sig, að sögn Ein­ars.

Bú­ist er við nokkr­um þúsund­um gesta, en op­inn aðgang­ur er á fund­inn, sem hefst klukk­an 14. Þó eru ekki gerðar vænt­ing­ar til fjöl­menn­is á borð við það sem sótti kristni­töku­hátíðina heim, seg­ir þjóðgarðsvörður. Þá hafa ferðamenn á Þing­völl­um sýnt und­ir­bún­ingi og efni fund­ar­ins tölu­verðan áhuga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka