Mótmæli lituðu hátíðarfundinn

Tvær konur stóðu varðstöðu með stóra hvíta fána. Önnur þeirra …
Tvær konur stóðu varðstöðu með stóra hvíta fána. Önnur þeirra sagði gjörninginn vera samstöðu með fórnarlömbum herskárrar þjóðernishyggju. mbl.is/​Hari

Mót­mæli bæði áhorf­enda og þing­manna settu svip sinn á hátíðar­fund Alþing­is, sem fram fór und­ir Lög­bergi á Þing­völl­um í dag. Til­efni fund­ar­ins var að í dag eru 100 ár liðin frá und­ir­rit­un sam­bands­samn­ings um full­veldi Íslands, sem tók svo gildi 1. des­em­ber 1918.

Mæt­ing al­menn­ings á fund­inn var mun dræm­ari en bú­ist hafði verið við, en lög­regla og Vega­gerðin höfðu gert sér­stak­ar ráðstaf­an­ir til þess að stýra um­ferð inn í þjóðgarðinn. Jafn­vel var bú­ist við nokkr­um þúsund­um gesta, en al­menn­ir gest­ir sem mættu voru sam­kvæmt ágisk­un blaðamanns á milli 350 og 400 tals­ins og hluti þeirra er­lend­ir ferðamenn.

Mætingin á hátíðarfund Alþingis var mun dræmari en búist hafði …
Mæt­ing­in á hátíðar­fund Alþing­is var mun dræm­ari en bú­ist hafði verið við. mbl.is/​​Hari

Einnig hafði verið bú­ist við 63 þing­mönn­um, en ein­ung­is 57 mættu, þar sem þing­flokk­ur Pírata ákvað í heild sinni að sniðganga hátíðar­fund­inn til að mót­mæla því að Pia Kjærs­ga­ard, for­seti danska þjóðþings­ins, fengi að halda þar ávarp.

Rík­is­út­varpið sýndi beint frá fund­in­um og var út­send­ing­in veg­leg, fjöldi mynda­véla á svæðinu og flygildi sömu­leiðis notað til að skila fund­in­um í sjón­varps­tæki lands­manna.

Þingmennirnir 57 sem mættu til hátíðarfundarins á Þingvöllum í dag.
Þing­menn­irn­ir 57 sem mættu til hátíðar­fund­ar­ins á Þing­völl­um í dag. mbl.is/​​Hari

Þing­menn og boðsgest­ir fund­ar­ins komu í lög­reglu­fylgd frá Reykja­vík á fimm rút­um og var hópn­um smalað út við þjón­ustumiðstöðina ofan Al­manna­gjár. Boðsgest­um var svo fylgt í hóp­um ofan í Al­manna­gjá og að Lög­bergi, þar sem þing­fund­ur var hald­inn á sér­út­bún­um yf­ir­byggðum palli.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veifar til fundargesta.
For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, veif­ar til fund­ar­gesta. mbl.is/​​Hari

Sír­enu­væl og frammíköll í upp­hafi fund­ar

Mót­mæl­end­ur mættu boðsgest­um við Lög­berg. Þar var maður sem bar skilti með áletr­un­inni „Stein­grím­ur skamm­astu þín“ og tvær kon­ur stóðu varðstöðu með stóra hvíta fána. Aðspurð sagði önn­ur þeirra blaðamanni að þær væru með gjörn­ingn­um að standa með fórn­ar­lömb­um her­skárr­ar þjóðern­is­hyggju.

Er Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, hafði lýst þing­fund sett­an og var byrjaður að flytja ávarp sitt, heyrðist skyndi­lega sír­enu­væl frá áhorf­enda­svæðinu. Þetta sír­enu­væl kom úr gjall­ar­horni mót­mæl­anda sem var stadd­ur uppi á klett­un­um ofan Al­manna­gjár. Það tók lög­reglu nokkuð lang­an tíma að ná til manns­ins og náði hann að trufla ávörp Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og Bjarna Bene­dikts­son­ar með sír­enu­væli og frammíköll­um.

Þessi maður lét sírenuvæl glymja úr gjallarhorni sínu úr klettinum …
Þessi maður lét sír­enu­væl glymja úr gjall­ar­horni sínu úr klett­in­um ofan við Al­manna­gjá. Nokk­urn tíma tók fyr­ir lög­reglu að kom­ast að hon­um. mbl.is/​​Hari

Lítið heyrðist hvað maður­inn sagði í gjall­ar­horn sitt, en þó mátti greina að hann talaði um kjara­deilu ljós­mæðra og að Alþing­is­menn ættu að skamm­ast sín.

Eft­ir það má segja að fund­ur­inn hafi gengið sam­kvæmt dag­skránni, fyr­ir utan hvað Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar, gekk af þing­pall­in­um er Kjærs­ga­ard steig í pontu.

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid ásamt Piu Kjærsgaard, …
For­seta­hjón­in Guðni Th. Jó­hann­es­son og El­iza Reid ásamt Piu Kjærs­ga­ard, for­seta danska þjóðþings­ins. mbl.is/​​Hari

Er Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, hafði flutt ávarp sitt og frestað fund­um Alþing­is, hélt öll hers­ing­in, þing­menn og boðsgest­ir, aft­ur upp Al­manna­gjá, sem lokuð var al­menn­ingi í dag. Að lok­um var blásið til léttr­ar veislu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert