Aðeins einn af 19 umsækjendum í viðtal

Ekki eru allir sáttir við ráðningaferli sveitarstjóra Ásahrepps, en virðast …
Ekki eru allir sáttir við ráðningaferli sveitarstjóra Ásahrepps, en virðast þó ánægðir með ráðninguna. Ljósmynd/Ásahreppur

Meiri­hluti hrepps­nefnd­ar Ása­hrepps hef­ur ákveðið að ráða Valtý Val­týs­son í embætti sveit­ar­stjóra, en hann hef­ur áður gegnt embætti sveit­ar­stjóra Blá­skóga­byggðar. Ekki virðist hafa ríkt full­kom­in sátt í hrepps­nefnd­inni um ráðninga­ferlið og gerði minni­hlut­inn at­huga­semd við að aðeins einn af 19 væri boðaður í viðtal.

Þrír greiddu at­kvæði með ráðning­unni á meðan tveir sátu hjá.

Ágústa Guðmars­dótt­ir, full­trúi E-lista sem er í minni­hluta, seg­ist í sam­tali við mbl.is ekki ósátt við ráðningu Val­týs, en að ferlið hafi mátt vera öðru­vísi.

Í heild sóttu 20 ein­stak­ling­ar um stöðu sveit­ar­stjóra hrepps­ins, en einn dró um­sókn sína til baka. Af þeim var aðeins einn um­sækj­enda boðaður í viðtal.

Minni­hlut­inn lagði fram bók­un um málið á fundi nefnd­ar­inn­ar í gær. Þar kem­ur fram að rök­in fyr­ir því að bjóða ein­ung­is ein­um um­sækj­enda í viðtal hafi verið þau að aðeins einn um­sækj­andi hefði áður gegnt starfi sveit­ar­stjóra. Þetta seg­ir minni­hlut­inn að sé rangt þar sem um­sækj­and­inn Gunn­ólf­ur Lárus­son hafi til árs­ins 2013 verið sveit­ar­stjóri Langa­nes­byggðar.

Á fundi hrepps­nefnd­ar bar odd­viti E-lista, Elín Grét­ars­dótt­ir, upp til­lögu um „að lagt yrði raun­veru­legt mat á hæfni annarra um­sækj­anda og efstu aðilum boðið til viðtals,“ að því er fram kem­ur í fund­ar­gerð. Minni­hlut­inn gerði einnig at­huga­semd við ráðninga­samn­ing Val­týs sem fól í sér sex mánaða biðlaun, en full­trú­arn­ir telja biðlaun­in ekki sam­ræm­ast hags­mun­um Ása­hrepps.

Þá seg­ir að til­lög­unni hafi verið hafnað af meiri­hlut­an­um, en jafn­framt að full­trú­ar E-lista óski „Valtý velfarnaðar sem sveit­ar­stjóri Ása­hrepps með ósk um gott og far­sælt sam­starf.“

„Við höf­um ekki mikið út á ráðning­una að setja í sjálfu sér, enda erum við að fá öfl­ug­an sveit­ar­stjóra með mikla reynslu til starfa. Hins veg­ar setj­um við spurn­inga­merki við ferlið. Það var aðeins einn af 19 boðaður í viðtal sem er svo­lítið sér­stakt,“ seg­ir Ágústa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert