Gagnrýnin „fáránleg og til skammar“

Pia Kjærsgaard á Þingvöllum í gær.
Pia Kjærsgaard á Þingvöllum í gær. mbl.is/Hari

Pia Kjærs­ga­ard, for­seti danska þings­ins, seg­ir í sam­tali við dönsku sjón­varps­stöðina TV2 að gagn­rýni þing­manna vegna veru henn­ar á hátíðar­fundi á Þing­völl­um í gær sé fá­rán­leg. Hún hafi hins veg­ar ekki tekið eft­ir mót­mæl­um og notið dval­ar­inn­ar á Íslandi.

Þing­flokk­ur Pírata ákvað að sniðganga fund­inn vegna veru Kjærs­ga­ard og þá yf­ir­gaf Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar, þing­palla þegar Kjærs­ga­ard hóf upp raust sína. 

Helga Vala seg­ist í sam­tali við TV2 ekki hafa verið að beina mót­mæl­um sín­um gegn danska þing­inu, rík­is­stjórn­inni eða þjóðinni. „Ég vildi bara sýna hvað mér finnst um Kjærs­ga­ard, stefnu henn­ar og skoðanir í mál­efn­um inn­flytj­enda,“ sagði Helga Vala. 

Helga Vala sést hér ganga burt þegar Kjærsgaard hóf ræðu …
Helga Vala sést hér ganga burt þegar Kjærs­ga­ard hóf ræðu sína. mbl.is/​Hari

„Ég skil ekki hvers vegna hún var feng­in til að flytja ávarp á þess­ari stundu,“ sagði Helga Vala og bætti við að staða Kjærs­ga­ard sem þing­for­seta eigi ekki að vega þyngra á met­um en skoðanir henn­ar í gegn­um tíðina.

Kjærs­ga­ard kveðst ánægð að heyra gagn­rýni Helgu Völu og seg­ir að fólk á Íslandi hafi það gott en sum­ir átti sig ekki á því sem ger­ist í heim­in­um. „Þau þurfa að átta sig á því hvernig syst­ur­flokk­ur þeirra hag­ar sér í Dan­mörku,“ sagði Kjærs­ga­ard en Sósí­al­demó­krat­ar í Dan­mörku hafa tekið upp harða stefnu í mál­efn­um inn­flytj­enda. Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar, gagn­rýndi danska koll­ega sína harðlega á lands­fundi flokks­ins í vor.

Kjærs­ga­ard sagði um­mæli þeirra sem mót­mæltu komu henn­ar fá­rán­leg. „Þetta er fá­rán­legt og skamm­ar­legt. Ekki gagn­vart mér, held­ur gagn­vart Dan­mörku.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert