Greint frá komu Kjærsgaard í apríl

Steingrímur J. Sigfússon og Pia Kjærsgaard.
Steingrímur J. Sigfússon og Pia Kjærsgaard. LJósmynd/Alþingi

Pia Kjærs­ga­ard mun flytja sér­stakt ávarp á Þing­valla­fundi og kveðju dönsku þjóðar­inn­ar á full­veld­is­ári Íslands.“ Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Alþing­is frá 20. apríl en dag­inn áður funduðu Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, og Kjærs­ga­ard.

Tölu­vert hef­ur verið rætt og ritað um þá ákvörðun að bjóða Kjærga­ard að flytja ávarp á hátíðar­fund­in­um sem fram fór í gær. Hún er stofn­andi Danska þjóðarflokks­ins en hörð stefna henn­ar í mál­efn­um inn­flytj­enda hef­ur vakið andúð margra.

Frétt mbl.is

Þing­flokk­ur Pírata ákvað að sniðganga fund­inn vegna þess að Kjærs­ga­ard var boðið að flytja ávarp. Þá gekk Helga Vala Helga­dótt­ir burt af þing­pöll­um þegar Kjærs­ga­ard tók til máls.

Stein­grím­ur sagði í sam­tali við mbl.is í gær að boð Kjærs­ga­ard hefði ekk­ert með skoðanir henn­ar að gera, held­ur vegna þess að hún er for­seti danska þings­ins. Hann sagði málið hafa verið und­ir­búið í góðu og miklu sam­ráði allra flokka. „Ég hafði ekki hug­mynd um að það væri ágrein­ing­ur um eitt eða neitt í þeim efn­um fyrr en í há­deg­inu í dag [gær],“ sagði Stein­grím­ur.

Jón Þór Ólafs­son, þingmaður Pírata og full­trúi í for­sæt­is­nefnd, gagn­rýndi í gær að ekki hefði verið upp­lýst aðkomu Kjærs­ga­ard fyrr en í gær þrátt fyr­ir að henni hafi verið boðið til lands­ins í apríl. Hann ætl­ar að kalla eft­ir skýr­um svör­um frá for­sæt­is­nefnd vegna máls­ins. 

Jón Þór var á fundi for­sæt­is­nefnd­ar Alþing­is í fyrra­dag þar sem til­kynnt var um komu Kjærs­ga­ard en gerði ekki at­huga­semd frek­ar en aðrir. Hann seg­ist ekki hafa áttað sig á því hver hún væri. Þá gagn­rýn­ir hann að for­sæt­is­nefnd hafi ekki verið upp­lýst um málið fyrr en degi fyr­ir hátíðar­fund­inn og að þá hafi Kjærs­ga­ard verið kom­in til lands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert