Skammgóður vermir

Sólin staldrar ekki lengi við að þessu sinni.
Sólin staldrar ekki lengi við að þessu sinni. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Dug­lega hef­ur sést til sól­ar á suðvest­ur­horn­inu í dag og hef­ur hit­inn náð hæst 17-18 gráðum inn til lands­ins að sunn­an­verðu. Blíðan er þó skamm­góður verm­ir að sögn veður­fræðings á Veður­stofu Íslands því strax í fyrra­málið verður farið að rigna á suðvest­ur­horn­inu og eng­in sól í kort­un­um næstu daga á öllu land­inu.

„Það er betra að slökkva vænt­ing­arn­ar strax. Það verður kom­in rign­ing hér í fyrra­málið, til­tölu­lega snemma og það rign­ir all­an morg­undag­inn. Svo er í raun frem­ur svalt og þung­búið næstu daga. Helg­in verður frek­ar óspenn­andi veðurfars­lega séð og það á við um allt land,“ seg­ir veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands.

Þá verði eng­inn einn staður á land­inu sem standi helst upp úr hvað veður­sæld varðar, held­ur verði veður nokkuð grá­myglu­legt það sem eft­ir lif­ir viku. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Hall­mund­ur Krist­ins­son: Ský
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert