Er vonsvikinn með vaxandi skattbyrði frá 2009

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd/Óli Björn Kárason

Óli Björn Kára­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar, lýs­ir yfir von­brigðum sín­um með þróun skatt­byrðar á tíma­bil­inu 2009-2017, en svar fjár­mála- og efna­hags­ráðherra við fyr­ir­spurn Óla Björns um skatt­tekj­ur rík­is­sjóðs á ár­un­um 2009-2017 birt­ist ný­lega á vef Alþing­is.

Gríðarleg­ar hækk­an­ir

„Það er eft­ir­tekt­ar­vert að skatt­byrði á þenn­an mæli­kv­arða, þ.e.a.s. skatt­byrði sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu þegar kem­ur að tekju­skatti ein­stak­linga, er að hækka veru­lega á þessu tíma­bili 2009-2017, um heilt pró­sentu­stig. Þetta er gríðarleg hækk­un,“ seg­ir Óli Björn í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag. Heild­ar­skatt­tekj­ur rík­is­sjóðs með trygg­inga­gjaldi voru rúm­ir 383 millj­arðar 2009 en 716 millj­arðar árið 2017. Hann seg­ir það at­hygl­is­vert að á tíma­bil­inu sem um ræðir hafi milliþrep tekju­skatts verið fellt niður. „Það skipt­ir miklu máli. Hér væri skatt­byrðin enn meiri ef milliþrepið hefði ekki verið fellt niður, sem skipt­ir venju­legt launa­fólk gríðarlega miklu,“ seg­ir Óli Björn.

Ein ástæða fyr­ir hækk­un­inni er að tekj­ur ein­stak­linga hafa auk­ist á síðustu árum. Óli Björn seg­ir að þó gefi auga­leið að hér sé svig­rúm til staðar til þess að lækka skatta meira en hef­ur náðst að gera hingað til.

„Ég lít á það sem eitt af verk­efn­um okk­ar að nýta svig­rúm til að lækka skatta meira en hef­ur verið gert hingað til. Fyr­ir­hugað er að lækka trygg­inga­gjaldið enn frek­ar en orðið hef­ur og verið er að vinna að end­ur­skoðun á tekju­skatt­s­kerfi ein­stak­linga,“ seg­ir Óli Björn.

Á sama tíma, seg­ir Óli Björn, er kallað eft­ir aukn­um út­gjöld­um. Seg­ir hann að betra væri að mæla heil­brigðis- og mennta­kerfi lands­ins, stóru út­gjalda­flokk­ana, eft­ir ár­angri frek­ar en út frá því hversu mikl­um pen­ing­um er varið til þeirra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert