Koma danska þingforsetans rædd fyrir ári

Steingrímur ávarpar Alþingi á hátíðarfundi á Þingvöllum.
Steingrímur ávarpar Alþingi á hátíðarfundi á Þingvöllum. mbl.is/​Hari

Eng­inn þeirra þing­manna sem sitja í for­sæt­is­nefnd Alþing­is telja að þeir hefðu gert at­huga­semd við aðkomu Piu Kjærs­ga­ard að full­veldisaf­mæl­inu, lít­andi til baka, nema Jón Þór Ólafs­son. „Aldrei dottið það í hug. Ég er ekki að fá ein­stak­ling­inn, ég er að fá for­seta þings­ins,“ seg­ir Brynj­ar Ní­els­son.

Hug­mynd­in um að fá for­seta danska þings­ins til hátíðar­fund­ar­ins á Þing­völl­um í til­efni full­veldisaf­mæl­is var rædd á fundi for­sæt­is­nefnd­ar fyr­ir tæpu ári. Ekki minn­ast all­ir þing­menn sem eiga sæti í nefnd­inni þess að nafn Kjærs­ga­ard hafi verið sér­stak­lega rætt. 

„Hug­mynd­in um að Kjærs­ga­ard yrði ræðumaður er rædd á fundi for­sæt­is­nefnd­ar um miðjan ág­úst 2017. Þá er und­ir­bún­ing­ur­inn und­ir þenn­an fund á dag­skrá sum­ar­fund­ar for­sæt­is­nefnd­ar. Þá er það rætt í for­sæt­is­nefnd og þar sýnd drög að mögu­legri dag­skrá og þar er ávarp er­lends gests inn­an sviga,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, í sam­tali við mbl.is, um hvenær aðkoma Kjærs­ga­ard að hátíðar­fundi Alþing­is kom fyrst fram.

„Þannig að það eru að verða árs­gaml­ar upp­lýs­ing­ar fyr­ir þá sem hafa setið með fullri meðvit­und í for­sæt­is­nefnd að sá sem ávarpaði yrði for­seti danska þings­ins,“ bæt­ir hann við.

„(for­seti danska þjóðþings­ins?)“

Stein­grím­ur seg­ir að drög­in, sem til­nefna Kjærs­ga­ard sem ræðumann á hátíðar­fund­in­um, hafi verið samþykkt án at­huga­semda á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í ág­úst á síðasta ári og þar með hafi þáver­andi for­seti Alþing­is, Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, og skrif­stofa Alþing­is fengið umboð til að ljúka und­ir­bún­ingi vegna hátíðar­fund­ar­ins.

Þetta hef­ur feng­ist staðfest frá skrif­stofu Alþing­is en í skrif­legu svari sem mbl.is barst í gær seg­ir: „Á sum­ar­fundi for­sæt­is­nefnd­ar 14.-15. ág­úst 2017 fengu for­seti Alþing­is og skrif­stofu­stjóri Alþing­is umboð til að und­ir­búa Þing­valla­fund­inn á grund­velli minn­is­blaðs sem lagt var fram á fund­in­um um hátíðar­fund­inn og fyr­ir­komu­lag hans. Í minn­is­blaðinu kem­ur m.a. fram að gert er ráð fyr­ir að for­seti danska þings­ins flytji ávarp á Þing­völl­um 18. júlí.“

Í drög­un­um sem samþykkt voru í ág­úst er lagt til að full­trúi er­lendra gesta flytji ræðu. Inni í sviga stend­ur „for­seti danska þjóðþings­ins?“

Drög að dagskrá hátíðarfundar Alþingis sem voru samþykkt án athugasemda …
Drög að dag­skrá hátíðar­fund­ar Alþing­is sem voru samþykkt án at­huga­semda á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í ág­úst 2017. Skjá­skot

Stein­grím­ur seg­ir spurn­ing­ar­merkið vera til­komið vegna þess að á þeim tíma­punkti hafi verið óstaðfest hvort for­seti danska þings­ins kæm­ist á hátíðar­fund­inn enda var á þeim tíma næst­um því eitt ár í fund­inn.

Und­ir það tek­ur Þór­unn Eg­ils­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem sit­ur í for­sæt­is­nefnd.

„Spurn­inga­merkið snýr að því að á þeim tíma er ekki vitað hvort for­seti danska þjóðþings­ins geti mætt 18. júlí sum­arið eft­ir. Þetta er lang­ur aðdrag­andi og mikið skipu­lag,“ seg­ir Þór­unn í sam­tali við mbl.is.

Spurn­ing­ar­merki við spurn­ing­ar­merkið

Jón Þór Ólafs­son, þingmaður Pírata, sem hef­ur gagn­rýnt harðlega þá ákvörðun að bjóða Kjærs­ga­ard á hátíðar­fund­inn til að ávarpa Alþingi á Þing­völl­um set­ur spurn­ing­ar­merki við spurn­ing­ar­merkið í drög­un­um sem samþykkt voru í ág­úst.

Hann tel­ur að spurn­ing­ar­merkið sé til­komið vegna þess að sá mögu­leiki að fá for­seta danska þings­ins sem ræðumann hafi í raun verið einn af mörg­um mögu­leg­um kost­um í stöðunni en ekki vegna óvissu um hvort danski þing­for­set­inn kæm­ist á hátíðar­fund­inn eður ei.

„Það er fullt af aðilum sem hefðu getað komið til greina. Þarna er nefnd­ur einn mögu­leiki,“ seg­ir Jón Þór í sam­tali við mbl.is. Þá seg­ir að hann að þó að skýr­ing­ar Stein­gríms séu tekn­ar trú­an­leg­ar hefði hann átt að upp­lýsa for­sæt­is­nefnd um komu Kjærga­ard um leið og hún þáði boðið m.a. vegna þess að í millitíðinni hafi farið fram kosn­ing­ar þar sem nýir flokk­ar hafi komið inn á þing og nýir aðilar komið inn í for­sæt­is­nefnd.

„Ef for­seti ætl­ar að standa vel að mál­um væri eðli­legt að hann gangi úr skugga um að all­ir þing­flokk­ar séu sátt­ir við þetta fyr­ir­komu­lag. Að það muni ekki varpa skugga á þessi hátíðar­höld,“ seg­ir Jón Þór og tel­ur að með því að upp­lýsa ekki um staðfest­ingu Kjærs­ga­ard þess efn­is að hún kæmi á hátíðar­fund­inn hafi for­seti Alþing­is hlunn­farið for­sæt­is­nefnd­ina.

Jón Þór var viðstadd­ur sum­ar­fund for­sæt­is­nefnd­ar í ág­úst í fyrra og var viðstadd­ur fund­inn þar sem drög­in að dag­skrá hátíðar­fund­ar­ins voru samþykkt. Hann gerði hvorki at­huga­semd við dag­skrána á þeim tíma né á þriðju­dag­inn síðastliðinn þegar farið var yfir dag­skrá hátíðar­fund­ar­ins í for­sæt­is­nefnd.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir forseta Alþingis harðlega.
Jón Þór Ólafs­son, þingmaður Pírata, gagn­rýn­ir for­seta Alþing­is harðlega. mbl.is/​Hari

Eng­in leynd­ar­hyggja vegna komu Kjærs­ga­ard

Guðjón S. Brjáns­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, er í for­sæt­is­nefnd Alþing­is og var áheyrn­ar­full­trúi í for­sæt­is­nefnd í ág­úst í fyrra og var því á sum­ar­fund­in­um þar sem drög­in að dag­skránni voru samþykkt. Hann tek­ur fyr­ir að leynd hafi ríkt yfir komu Kjærs­ga­ard á hátíðar­fund­inn.

„Það var ekki með nein­um hætti þannig að for­seti Alþing­is væri að draga úr því hver þetta væri. Það var aldrei þannig að hann væri að draga úr því eða halda því til hliðar hver per­són­an væri,“ seg­ir Guðjón í sam­tali við mbl.is.

„Ein­hvern veg­inn varð það nú þannig að þing­menn og full­trú­ar í for­sæt­is­nefnd voru ekki mjög upp­tekn­ir af þess­um und­ir­bún­ingi. Þetta féll í skaut for­seta þings­ins og hans nán­ustu sam­starfs­manna að und­ir­búa hátíðina,“ bæt­ir Guðjón við.

Sýnd­ar­mennska í Pír­öt­um

Jón Þór kann­ast ekki við að nafn Kjærs­ga­ard hafi borið á góma á fund­um for­sæt­is­nefnd­ar nema á sum­ar­fund­in­um í ág­úst og svo núna á þriðju­dag. Stein­grím­ur og aðrir í  for­sæt­is­nefnd segja þó að aðkoma Kjærs­ga­ard hafi verið rædd og að hún hefði átt að vera öll­um ljós. Aðkoma Kjærs­ga­ard var til­kynnt op­in­ber­lega 20. apríl á vef Alþing­is í fram­haldi af heim­sókn for­sæt­is­nefnd­ar Alþing­is í danska þjóðþingið. Jón Þór fór ekki með í þá heim­sókn. 

Í svari skrif­stofu Alþing­is við fyr­ir­spurn mbl.is seg­ir þó að boðskort hafi verið send er­lend­um gest­um 14. fe­brú­ar 2018.

Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem er í for­sæt­is­nefnd seg­ist hafa vitað af vænt­an­legri komu Kjærs­ga­ard í ein­hverja mánuði og seg­ir hana hafa verið nafn­greinda á fundi for­sæt­is­nefnd­ar.

„Ég held að öll­um hafi verið ljóst í nefnd­inni nema Jóni hver væri for­seti danska þings­ins,“ seg­ir Brynj­ar í sam­tali við mbl.is. Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Miðflokks­ins, og Þór­unn Eg­ils­dótt­ir sem sitja í for­sæt­is­nefnd taka und­ir að það hafi verið löngu vitað að Kjærs­ga­ard væri vænt­an­leg til lands­ins.

„Það er al­veg ljóst að menn vissu að þetta væri að ger­ast. Eins og Stein­grím­ur hef­ur sagt, það var búið að kynna þetta ótaloft fyr­ir löngu síðan og að hlaupa núna til handa og fóta og fara að hundsa það sem full­trúi Dana er að gera hér er hrein tæki­færis­mennska og sýnd­ar­mennska,“ seg­ir Þor­steinn í sam­tali við mbl.is.

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sit­ur í for­sæt­is­nefnd og seg­ist í sam­tali við mbl.is ekki minn­ast þess að Pia Kjærs­ga­ard hafi verið nefnd á nafn á fundi for­sæt­is­nefnd­ar en man þó eft­ir umræðu þar sem rætt var um að bjóða for­set­um annarra þjóðþinga til hátíðar­fund­ar­ins.

Hefðu ekki gert at­huga­semd­ir

Af þeim þing­mönn­um sem sitja í for­sæt­is­nefnd tel­ur eng­inn þeirra að þeir hefðu gert at­huga­semd við aðkomu Kjærs­ga­ard, lít­andi til baka, nema Jón Þór Ólafs­son. Flest­ir eru þeir sam­mála um að það eigi ekki að blanda póli­tísku skoðunum Kjærs­ga­ard í málið enda hafi hún komið til hátíðar­fund­ar­ins í krafti embætt­is síns sem for­seti danska þjóðþings­ins en ekki stjórn­mála­maður.

„Danska þingið valdi hana til starfs­ins og við eig­um ekki að vera að segja danska þing­inu eða ein­hverj­um öðrum fyr­ir verk­um. Mér finnst satt að segja að ef við ætl­um að fara gera at­huga­semd­ir við ein­staka per­són­ur sem koma hingað til Íslands í op­in­ber­um er­inda­gjörðum þá held ég að þetta ágæta fólk sem að er búið að hafa sig mest í frammi núna, það ætti hrein­lega að gefa út lista yfir hina óæski­legu,“ seg­ir Þor­steinn Sæ­munds­son.

 „Aldrei dottið það í hug. Ég er ekki að fá ein­stak­ling­inn, ég er að fá for­seta þings­ins,“ seg­ir Brynj­ar Ní­els­son, spurður hvort hann hefði gert at­huga­semd við komu Kjærs­ga­ard ef hann hefði vitað af ósætti vegna komu henn­ar.

Inga Sæ­land, þingmaður Flokks fólks­ins, sit­ur einnig í for­sæt­is­nefnd og seg­ir að það hefði ekki komið til greina að gera at­huga­semd við aðkomu Kjærs­ga­ard.

„Nei það hefði ég ekki gert. Ég ber virðingu fyr­ir Dön­um og ég ber virðingu fyr­ir for­seta danska þings­ins, hvað sem hann heit­ir. Ég er ekki að hugsa um skoðanir henn­ar að neinu leyti,“ seg­ir Inga í sam­tali við mbl.is.

Þór­unn Eg­ils­dótt­ir seg­ir Kjærs­ga­ard lýðræðis­lega kjörna og að hún hefði komið til Íslands sem full­trúi danska þings­ins. „Hverj­ir þeirra full­trú­ar eru höf­um við ekk­ert með að gera,“ seg­ir Þór­unn.

Hefðu viljað vandaðri umræðu

Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, á sæti í for­sæt­is­nefnd og tel­ur að skort­ur hafi verið á vandaðri umræðu fyrr í ferl­inu um komu Kjærs­ga­ard. Guðjón S. Brjáns­son og Bryn­dís Har­alds­dótt­ir taka bæði und­ir það sjón­ar­mið.

„Já ef maður hefði staðið vakt­ina þá hefði maður auðvitað átt að gera það þegar þetta er staðfest í apríl. Þegar það er staðfest að hún komi þá átt­um við auðvitað að taka umræðuna,“ seg­ir Guðjón.

 „Ég er ekki viss um það [að hún hefði gert at­huga­semd] en ég viður­kenni að það hefði verið betra ef þessi umræða hefði átt sér stað fyrr. En ég lít nátt­úru­lega þannig á að við vor­um að tala um embætti for­seta þings en ekki viðkom­andi ein­stak­ling eða póli­tísk­ar skoðanir sem hún kunni að hafa,“ seg­ir Bryn­dís.

Guðjón S. Brjánsson.
Guðjón S. Brjáns­son. Ljós­mynd/​Bragi Þór Jós­efs­son

Aðkoma Kjærs­ga­ard skuggi á full­veldisaf­mæli Íslend­inga

Öfugt við fé­laga sína í for­sæt­is­nefnd tel­ur Jón Þór Ólafs­son að það hafi verið mis­tök að fá Kjærs­ga­ard til að ávarpa Alþingi. Hann hefði „að sjálf­sögðu“ gert at­huga­semd við komu henn­ar ef hann hefði áttað sig á því hver hún væri fyrr.

„Þegar um­deild mann­eskja er kom­in fyrst er­lendra full­trúa til þess að halda er­indi á 100 ára full­veldisaf­mæli Íslend­inga og mun þar af leiðandi klár­lega varpa skugga á þá sam­komu, af því þetta átti að vera sam­koma sam­stöðu en ekki sundr­ung­ar, þá að sjálf­sögðu hljóta all­ir að sjá að þetta myndi skyggja á sam­kom­una vegna mik­ill­ar óánægju margra með að hún væri að ávarpa Alþingi á þess­um tíma­mót­um,“ seg­ir Jón Þór ósátt­ur að lok­um.

Jón Þór hef­ur sent fyr­ir­spurn á Stein­grím vegna máls­ins þar sem hann krefst skýrra svara frá Stein­grími. Í sam­tali við mbl.is seg­ist Stein­grím­ur ætla svara Jóni Þór fljót­lega.

Mbl.is leitaði eft­ir viðtali við Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráðherra og formann Vinstri grænna, um hátíðar­höld­in á Þing­völl­um og komu Piu Kjærs­ga­ard af því til­efni hingað til lands. Katrín sagðist ekki ætla að veita fjöl­miðlum viðtöl um málið.

Fyrirspurn Jóns Þórs.
Fyr­ir­spurn Jóns Þórs. Skjá­skot
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert