Vill loka íslenskum sendiráðum

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir rök fyrir íslenskum sendiráðum …
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir rök fyrir íslenskum sendiráðum á örfáum stöðum. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Sendi­ráð hafa vafa­laust verið nauðsyn­leg fyrr á öld­um og fram eft­ir 20. öld­inni. En nú eru sam­göng­ur á milli landa svo tíðar og auðveld­ar og fjar­funda­búnaðir svo full­komn­ir að það er ástæðulaust fyr­ir örþjóð eins og okk­ur að hafa slík úti­bú í öðrum lönd­um. Þeir sem þar starfa hafa í flest­um til­vik­um ekk­ert að gera.“

Þetta rit­ar Styrm­ir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, á vefsíðu sína í dag. Til­efnið er ákvörðun Elísa­bet­ar Ronalds­dótt­ur kvik­mynda­gerðar­konu um að skila fálka­orðu sinni í kjöl­far þess að upp­lýst var að Pia Kjærs­ga­ard, for­seti danska þings­ins og fyrr­ver­andi leiðtogi Danska þjóðarflokks­ins, hefði verið veitt orðan.

Styrm­ir seg­ir að ákvörðun Elísa­bet­ar minni á það hvað orður séu. „Þær eru gling­ur og prjál, leif­ar frá liðnum tíma. Við eig­um að leggja þær niður ásamt öðru slíku. Þar má nefna sendi­ráð og sýnd­ar­mennsk­una í kring­um þau.“ Hann seg­ir að rök séu fyr­ir ís­lensk­um sendi­ráðum á ör­fá­um stöðum, aðallega hjá alþjóðastofn­un­um sem Ísland eigi aðild að.

„Þau rök sem stund­um heyr­ast að við get­um ekki lokað sendi­ráðum af því að þá loki aðrar þjóðir sendi­ráðum hér eru fá­rán­leg. Hvað með það? Í leiðinni mætti þurrka út aðrar leif­ar liðins tíma, það eru svörtu límús­ín­urn­ar fyr­ir fram­an stjórn­ar­ráðið.  Þær eru hlægi­leg­ar. Ætli það sé rétt að þær séu nú með skot­heldu gleri, þar sem lífi ráðherra okk­ar væri ella stefnt í hættu? Þessi tákn hins op­in­bera valds eru ekki leng­ur í sam­ræmi við tíðarand­ann.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert