Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgun er að finna margar færslur um að ökumenn hafi í gærkvöldi og nótt verið stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Í afbrotatölfræði lögreglunnar, sem gefin var út fyrir helgi, kemur fram að 163 brot vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna í júní. Það er met á einum mánuði frá því að samræmdar mælingar hófust árið 1999. Þá voru skráð 118 brot í júnímánuði þar sem ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. Slíkum brotum hefur fjölgað um 41% það sem af er ári frá því sem var meðaltal á sama tímabili síðustu þrjú ár.
Á dagbók lögreglunnar eftir gærkvöldið og nótt má glöggt sjá umfang slíkra mála sem lögregla sinnir á hefðbundinni helgi á höfuðborgarsvæðinu. Færslurnar má sjá hér að neðan:
Stöð 1 Austurbær-Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes
00.01 Bifreið stöðvuð á Skúlagötu. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna, akstur án réttinda, þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi, og vörslu fíkniefna.
00.58 Bifreið stöðvuð við Ægisgötu. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Farþegi í bifreiðinni er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.
02.18 Bifreið stöðvuð á Snorrabraut. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og akstur án réttinda, þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi.
02.55 Bifreið stöðvuð á Bókhlöðustíg. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.
Stöð 2 Hafnarfjörður-Garðbær-Álftanes
20.20 Bifreið stöðvuð á Hafnarfjarðarvegi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis + fíkniefna og akstur án réttinda, þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Farþegi í bifreiðinni, ölvaður erlendur maður, hafði engin skilríki meðferðis og vildi aðspurður ekki gefa lögreglu persónuupplýsingar. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
04,30 Bifreið stöðvuð á Reykjavíkurvegi. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.
Stöð 3 Kópavogur og Breiðholt
19.30 Bifreið stöðvuð við Suðurfell. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
23.42 Bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu 117/60 km/klst. á Breiðholtsbraut við Stekkjarbakka.
Stöð 4 Grafarvogur-Mosfellsbær-Árbær
21:19 Bifreið stöðvuð við Stórhöfða. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og að aka ítrekað sviptur ökuréttindum.
22.05 Bifreið stöðvuð við Víkurveg. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.
23.45 – 01.20 Umferðarpóstur lögreglu við Egilshöll þar sem stöðvaðar voru um það bil 50 bifreiðar. Einn ökumaður reyndist vera sviptur ökuréttindum og annar var réttindalaus þar sem hann hafði ekki endurnýjað ökuréttindi sín. Ástand nokkuð gott.
02.19 Bifreið stöðvuð á Suðurlandsvegi við Rauðavatn. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.