Engar skýringar á auknum fíkniefnaakstri

Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna hefur aukist mikið milli …
Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna hefur aukist mikið milli ára. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur eng­ar skýr­ing­ar á aukn­um akstri und­ir áhrif­um áv­ana- og fíkni­efna, seg­ir Guðbrand­ur Sig­urðsson, aðal­varðstjóri um­ferðardeild­ar í sam­tali við mbl.is. 163 slík brot voru skráð hjá lög­regl­unni í júní sem er met­fjöldi í ein­um mánuði síðan sam­ræmd­ar mæl­ing­ar hóf­ust árið 1999. Þetta kem­ur fram í af­brota­töl­fræði sem var birt á vef lög­regl­unn­ar fyr­ir helgi.

Mik­il fjölg­un hef­ur átt sér stað í þess­um brota­flokki ef miðað er meðal­fjölda síðustu sex og síðustu tólf mánuði. Þá hef­ur brot­um fjölgað um 53% það sem af er ári sam­an­borið við meðaltal á sama tíma­bili síðustu þrjú ár.

„Hver skýr­ing­in er ná­kvæm­lega vit­um við ekki en maður get­ur ímyndað sér margt en ég er ekki með nein­ar rann­sókn­ir á borðinu mér til stuðnings í þeim efn­um. Manni dett­ur í hug meira fram­boð á göt­unni og meiri neysla,“ seg­ir Guðbrand­ur en tek­ur fram að tals­vert sé um ít­rek­un­ar­brot þar sem lög­reglu­menn þekkja gerend­ur og stoppa þá jafn­vel oft­ar en einu sinni í viku.

„Það er verið að taka sama fólkið aft­ur og aft­ur. Fólk sem er komið í mikla neyslu eða er í ann­ar­legu ástandi er oft ekki með neina rök­hugs­un í þeim efn­um,“ bæt­ir hann við.

Eft­ir­lit lög­reglu hef­ur verið svipað milli mánaða og því ekki hægt að heim­færa aukn­ing­una und­ir aukið eft­ir­lit eða breytt­ar áhersl­ur.

„Við ger­um alltaf okk­ar besta í þess­um efn­um hverju sinni en mér vit­an­lega hef­ur svig­rúm lög­reglu til eft­ir­lits ekk­ert auk­ist. Það ætti að vera svipað milli mánaða. Þess vegna skelf­umst við þessa þróun,“ seg­ir Guðbrand­ur.

"Okk­ur líst illa á þessa þróun og hvað veld­ur vit­um við ekki ná­kvæm­lega. En ég veit að þetta hef­ur verið mála­flokk­ur sem að lög­regla hef­ur reynt að sinna vel út af því hversu gríðarleg hætta er af slík­um öku­mönn­um í um­ferð," seg­ir Guðbrand­ur að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka