70 börn á ári slasast við vinnu

Unglingar við vinnu. Slysin sem tilkynnt eru til Vinnueftirlitsins eru …
Unglingar við vinnu. Slysin sem tilkynnt eru til Vinnueftirlitsins eru misalvarleg. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Til­kynnt var um 435 vinnu­slys barna og ung­linga á ár­un­um 2012-2017, eða að meðaltali eitt á fimm daga fresti. Þetta kem­ur fram í gögn­um frá Vinnu­eft­ir­lit­inu. Í gær var greint frá því að 15 ára dreng­ur hefði slasast við vinnu hjá Gámaþjón­ustu Norður­lands á Ak­ur­eyri er hann lenti í pressugámi.

Var öll vinna barna á svæðinu við pressugáma eða önn­ur hættu­leg tæki bönnuð. Kom í  ljós að aðbúnaður, holl­ustu­hætt­ir og ör­yggi starfs­manna höfðu ekki verið í sam­ræmi við lög og regl­ur. Vegna al­var­leika máls­ins var því vísað til lög­reglu, en að sögn Svövu Jóns­dótt­ur, sviðsstjóra eft­ir­lits­deild­ar Vinnu­eft­ir­lits­ins, er það alls ekki alltaf gert.

Vinnu­slys ung­menna eru al­geng­ust í fiskiðnaði eða á sjö­unda tug á ár­un­um sex. Því næst kem­ur op­in­ber þjón­usta en und­ir hana falla störf á leik- og grunn­skól­um, hjúkr­un­ar­heim­il­um, ung­linga­vinna og fleiri störf sem ungt fólk tek­ur sér gjarn­an fyr­ir hend­ur.

Fara fram á áhættumat

Í kjöl­far slysa eins og þess sem varð í gær fer Vinnu­eft­ir­litið á vett­vang og ger­ir skýrslu um störf sem unn­in eru á vinnustaðnum ásamt hættumati. Í fram­haldi er gerð slysaum­sögn og vinnustaðnum gef­in fyr­ir­mæli um úr­bæt­ur.

Fyr­ir­mæli vegna slyss gær­dags­ins eru fyr­ir það fyrsta þau að allri vinnu barna við pressugáma og önn­ur hættu­leg tæki sé hætt.

Þá seg­ir Svava það stöðluð vinnu­brögð þegar upp koma slys að Vinnu­eft­ir­litið óski eft­ir að áhættumat vinnustaðar­ins sé end­ur­skoðað með hliðsjón af þeim þátt­um sem ollu slys­inu. Þess er til að mynda kraf­ist, vegna slyss gær­dags­ins, að Gámaþjón­ust­an end­ur­skoði áhættumat fyr­ir vinnu á gáma­svæðinu, vinnu við pressugáma og vinnu barna með til­heyr­andi úr­bót­um.

Ber­ist Vinnu­eft­ir­lit­inu ekki til­kynn­ing um úr­bæt­ur fyr­ir 6. ág­úst, frí­dag versl­un­ar­manna, get­ur komið til stöðvun­ar eða jafn­vel lok­un­ar á þeim hluta starf­sem­inn­ar sem fyr­ir­mæl­in bein­ast að, að því er seg­ir í skoðun­ar­skýrslu Vinnu­eft­ir­lits­ins.

Slysið varð hjá Gámaþjónustunni á Akureyri, sem er dótturfélag Gámaþjónustunnar.
Slysið varð hjá Gámaþjón­ust­unni á Ak­ur­eyri, sem er dótt­ur­fé­lag Gámaþjón­ust­unn­ar. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert