Birta hjá PCC Bakka komin aftur í gang

Ofninn Birta var gangsettur að nýju í gær.
Ofninn Birta var gangsettur að nýju í gær. mbl.is/​Hari

„Þetta tók styttri tíma en við þorðum að vona,“ seg­ir Haf­steinn Vikt­ors­son, for­stjóri kís­il­vers PCC Bakka á Húsa­vík. Ofn­inn Birta var gang­sett­ur að nýju í gær eft­ir að eld­ur kom upp í ofn­hús­inu 9. júlí. „Það gekk ágæt­lega en við erum svosem ennþá að prófa og sjá hvort það séu ein­hverj­ar skemmd­ir sem við vit­um ekki um. Við verðum með ofn­inn í gjör­gæslu næstu daga.“

Haf­steinn á von á því að fram­leiðsla ofns­ins verði kom­in á fullt skrið eft­ir nokkra daga, svo lengi sem ekk­ert stór­vægi­legt komi upp. „Við erum búin að finna nokkra smá­hluti sem þurfti að laga en ekk­ert stór­vægi­legt, þeir töfðu ekk­ert.“

Í sam­tali við mbl.is dag­inn eft­ir brun­ann sagði Haf­steinn hann mikið áfall, enda hafi ofn­inn verið far­inn að fram­leiða hágæðavöru þegar eld­ur­inn kom upp. Mestu máli skipti þó að starfs­fólk væri óhult.

Bogi, ofn 2 í kís­il­ver­inu, er svo að segja til­bú­inn til gang­setn­ing­ar en Haf­steinn seg­ir að ofn 1, Birta, verði að vera kom­inn í stöðugan rekst­ur áður en byrjað er á hinum. „Við bara bíðum. Ef eitt­hvað óvænt kæmi upp, eitt­hvað sem við viss­um ekki fyr­ir og við yrðum að slökkva á ofni 1 aft­ur í lengri tíma, þá kveikj­um við bara á ofni 2.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert