Býst við því versta en vonar það besta

Ívar Örn Hansen fer á mótorhjólinu á tónleika Guns N' …
Ívar Örn Hansen fer á mótorhjólinu á tónleika Guns N' Roses í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

„Tæki­færið er núna og ég ætla að grípa það,“ seg­ir Ívar Örn Han­sen, kokk­ur og mik­ill aðdá­andi Guns N‘ Roses, í sam­tali við mbl.is um tón­leika hljóm­sveit­ar­inn­ar á Laug­ar­dals­velli í kvöld. Hann ætl­ar sér að nýta mögu­lega síðasta tæki­færi sitt til að sjá hljóm­sveit­ina spila á tón­leik­um.

Ívar hef­ur hlustað á hljóm­sveit­ina síðan plat­an App­e­tite for Destructi­on kom út árið 1987 og er því bú­inn að vera aðdá­andi í um það bil 30 ár. Hann er spennt­ur fyr­ir tón­leik­un­um í kvöld og ætl­ar með konu sinni og þrett­án ára syni þeirra. Ívar seg­ist ekki al­veg vera bú­inn að ná syni sín­um í aðdá­enda­klúbb hljóm­sveit­ar­inn­ar en hann þekki þó ein­hver lög.

„Við erum búin að spila þetta svo rosa­lega mikið í gegn­um árin þannig að hann þekk­ir nú al­veg helstu lög­in,“ seg­ir Ívar.

Mæt­ir með hófstillt­ar vænt­ing­ar

Ívar er með ákveðnar vænt­ing­ar til kvölds­ins og tón­leik­anna en átt­ar sig þó á því að liðsmenn hljóm­sveit­ar­inn­ar eru mögu­lega komn­ir yfir sitt besta. Hann þekk­ir nokkra aðila sem hafa farið á tón­leika með sveit­inni á Evr­óputúrn­um, sem end­ar á Íslandi í kvöld, og hef­ur heyrt mis­jafna hluti.

„Auðvitað er maður bú­inn að gera sér ákveðnar vænt­ing­ar um það hvernig þetta eigi að vera en það verður bara að bú­ast við því versta og vona það besta. Kannski verður þetta rosa vont en kannski rosa gott,“ seg­ir Ívar.

„Þetta verður alla vega góð minn­ing,“ bæt­ir hann við.

Þegar Ívar er spurður um upp­á­halds­lag stend­ur ekki á svör­um. „No­v­em­ber Rain,“ seg­ir Ívar og bend­ir blaðamanni á að hlusta vel á text­ann í lag­inu. Mr. Brown­st­one er annað lag sem Ívar held­ur upp á en á erfitt með að gera upp á milli laga.

Ívar er í vél­hjóla­klúbbn­um Hröfn­um og ætl­ar að mæta í full­um skrúða á tón­leik­ana í kvöld.

„Ég mæti að sjálf­sögðu á mótor­hjól­inu mínu í leður­vest­inu með klúbb­merkið á mér. Það er ákveðið rokk í því,“ seg­ir Ívar að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert