Formaður SÍF rekinn úr stjórn

Davíð Snær Jónsson.
Davíð Snær Jónsson. Ljósmynd/Aðsend mynd

Sam­band ís­lenskra fram­halds­skóla­nema (SÍF) ákvað í dag að vísa for­manni SÍF, Davíð Snæ Jóns­syni, úr stjórn vegna um­mæla í grein­inni „Póli­tísk slagsíða í kennslu­stof­unni“ sem birt var 19. júlí síðastliðinn í Frétta­blaðinu.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu en þar er bent á að fram­kvæmda­stjórn SÍF hafði neitað Davíð um að birta grein­ina.

Í til­kynn­ing­unni kem­ur enn frem­ur fram að sam­kvæmt samþykkt fram­kvæmda­stjórn­ar á fundi 17. janú­ar síðastliðinn krefst það samþykk­is stjórn­ar að birta grein í nafni SÍF og að und­ir­rit­un sem stjórn­ar­meðlim­ur SÍF dugi til að um­mæli séu í nafni SÍF.

„Davíð Snær hef­ur ít­rekað virt þessa samþykkt stjórn­ar að vett­ugi í greina­skrif­um sín­um, en síðan 17. janú­ar hef­ur hann aldrei fengið samþykki stjórn­ar til þess að birta grein und­ir­ritaða sem formaður fé­lags­ins. Því ber SÍF enga ábyrgð á inni­haldi þeirra,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Í grein­inni tal­ar Davíð Snær gegn  samþykktri stefnu SÍF, en sam­kvæmt 5. og 17. grein laga SÍF ber fram­kvæmda­stjórn að starfa sam­kvæmt stefnu­skrá sam­bands­stjórn­ar. Um­mæli grein­ar­inn­ar vinna gegn til­gangi, mark­miðum og stefnu SÍF og eru þar af leiðandi brot á lög­um fé­lags­ins, vinnu­regl­um stjórn­ar og siðaregl­um,“ kem­ur einnig fram í til­kynn­ing­unni.

Eft­ir birt­ingu grein­ar­inn­ar voru sam­skipta­örðug­leik­ar og meiri­hluti stjórn­ar gaf Davíð kost á því að segja af sér. Þess í stað boðaði hann til fund­ar tæpri viku síðar. 

„En meiri­hluti fram­kvæmda­stjórn­ar for­dæm­ir þau brot á lög­um og regl­um SÍF og kær­ir sig ekki um að starfa leng­ur und­ir hans for­mennsku. Því hef­ur Davíð Snæ verið vísað úr fram­kvæmda­stjórn á grund­velli 32. grein­ar laga SÍF.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert