Afhending frestast frekar

Skipasmíðastöðin Crist CA í Póllandi hefur óskað eftir því að fresta afhendingu á nýjum Herjólfi. Ástæðan er sögð umbeðin aukaverk og athugasemdir sem Samgöngustofa gerir við áður samþykktar teikningar, að því er fram kemur hjá Sigurði Áss Grétarssyni, framkvæmdastjóra siglingasviðs Vegagerðarinnar, á vefnum Eyjar.net.

Upphaflega var stefnt að afhendingu skipsins í sumar þannig að það gæti hafið siglingar fyrir Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Eftir að ríkisstjórnin ákvað að gera breytingar á smíðinni þannig að skipið yrði búið stórum rafhlöðum og gengi því að mestu fyrir rafmagni frestaðist afhending fram eftir september. Var talið að það yrði komið hingað til lands í október eða nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert