Bóndinn á Björgum

Jóna Björg Hlöðversdóttir bóndi á Björgum.
Jóna Björg Hlöðversdóttir bóndi á Björgum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson

Ungt fólk hef­ur mik­inn áhuga á land­búnaði og marg­ir vilja hefja bú­skap sem er vel. Hins veg­ar er staðan í þeim efn­um þröng; það er helst með kyn­slóðaskipt­um á jörðum sem mögu­leik­ar til slíks bjóðast. Í sauðfjár­rækt­inni er afurðaverðið hins veg­ar svo lágt að dæmið geng­ur illa upp. Því þarf að hugsa áhersl­ur í grein­inni al­veg upp á nýtt,“ seg­ir Jóna Björg Hlöðvers­dótt­ir á Björg­um í Kinn í Þing­eyj­ar­sýslu, formaður Sam­taka ungra bænda.

Stóð sjálfa mig að verki

Í fe­brú­ar á þessu ári tók Jóna Björg við for­ystu í sam­tök­um ung­bænda á Íslandi. Um 300 manns manns taka þátt í starf­inu, mis­mikið eft­ir at­vik­um og svæðum en marg­ir sýna stuðning í verki með því að greiða fé­lags­gjöld­in sem eru ekki há.

Björg eru nyrsti bær í Kinn, er und­ir Ógöngu­fjalli úti við Skjálf­anda­flóa. Um­hverfið er stór­brotið og bæj­ar­stæðið enda seg­ir Jóna að þess­ar slóðir eigi í sér hvert bein. Eft­ir stúd­ents­próf frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri árið 2005 bjó hún í nokk­ur ár í Reykja­vík og vann þar við ýmis störf.

Björg í Suður-Þingeyjarsýslu.
Björg í Suður-Þing­eyj­ar­sýslu. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

„Hins veg­ar stóð ég sjálfa mig að verki á þann hátt að ég fór oft strax eft­ir vinnu á föstu­dög­um heim í Björg og fór ekki í bæ­inn aft­ur fyrr en aðfaranótt mánu­dags. Þegar ég setti þetta í sam­hengi gerði ég mér ljóst að framtíð mín væri auðvitað í sveit­inni. Það rök­rétta í stöðunni var því að fara í nám á Hvann­eyri og eft­ir þriggja ára nám þar var ég kom­in með gráðu í bú­vís­ind­um,“ seg­ir Jóna.

Í fé­lags­mál­um af brenn­andi áhuga

Föður­fjöl­skylda Jónu hef­ur lengi búið á Björg­um og um síðustu ára­mót var þar stofnað fé­lags­bú. Að því standa Jóna Björg, Þóra Magnea syst­ir henn­ar og Arn­ór Orri Her­manns­son unnusti henn­ar – og svo for­eldr­ar þeirra systra, þau Hlöðver Pét­ur Hlöðvers­son og Kornína Björg Óskars­dótt­ir. Þau búa með um 100 fjár og 40 kýr og hafa ýmis áform um að auka við sig í mjólk­ur­fram­leiðslunni.

Jóna Björg Hlöðversdóttir.
Jóna Björg Hlöðvers­dótt­ir. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

„Nú veit maður ekki hvert svig­rúm til aukn­ing­ar er, en eigi að síður erum við áforma­mik­il hér á bæ,“ seg­ir Jóna Björg. Hún get­ur þeirr­ar miklu upp­bygg­ing­ar og fram­kvæmda sem víða hafa verið hjá bænd­um síðustu ár og miss­eri, bú hafi verið stækkuð en aðrir jafn­vel hætt. Um­hverfið og viðmiðin í grein­inni séu að breyt­ast. Slíkt kalli á umræðu í gras­rót­inni og nauðsyn­legt sé að rödd ungra bænda heyr­ist þar.

„Sjálf fór ég í fé­lags­mál­in af því að ég brenn fyr­ir mál­efni land­búnaðar­ins, svo þar verði nauðsyn­leg­ar fram­far­ir og um­hverfið þannig að ungt fólk geti haslað sér völl í grein­inni. Fé­lags­mál­in eru vissu­lega tíma­frek, illa launuð og starfið ekki alltaf þakk­lát. Þetta eru hins veg­ar mál sem ég brenn fyr­ir, tek því slag­inn og finn að þetta skil­ar ár­angri. Mér finnst að í mörgu í land­búnaðar­mál­um hafi orðið al­gjör hug­ar­fars­breyt­ing til hins betra.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert