Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands útilokar ekki að hann gæti hangið þurr allan daginn á morgun vestast á landinu og hitinn gæti jafnvel farið í átján gráður. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar á vef hennar.
„Suðlæg átt í dag og víða skúrir, síst þó norðaustan til og það verður einna hlýjast. Hvöss austlæg átt við suðausturströndina í fyrramálið og fer að rigna. Lægir þegar líður á daginn og dregur úr vætu. Gæti hangið þurrt allra vestast á landinu mestallan morgundaginn og nú er komið að Suðvestur- og Suðurlandi að hafa hæstu hitatölurnar og gæti hitinn farið í 18 gráður þar sem best lætur.
Útlit fyrir rólegheitadag á föstudag og víða nokkuð hlýtt, síst á norðanverðum Vestfjörðum, en á laugardag mun ný lægð gera sig heimakomna með vætu um allt land.“
Gengur í suðaustan 5-13 SV-til í dag, en annars hægari. Skúrir um mestallt land, en léttir til N-lands í kvöld. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast A-til.
Vaxandi austan- og norðaustanátt í fyrramálið, einkum SA-til, 13-20 og rigning um tíma við SA-ströndina en lægir síðan. A og NA 5-13 annað kvöld og rigning austast en annars þurrt að kalla. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast S- og V-lands.
Á fimmtudag:
Gengur í austan- og norðaustan 8-18 m/s, hvassast við SA-ströndina. Talsverð rigning S- og A-til, annars úrkomuminna, en dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast V-lands.
Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og rigning á köflum við A-ströndina og á Vestfjörðum framan af degi, en annars þurrt að kalla. Hiti 8 til 18 stig, svalast á Vestfjörðum.
Á laugardag:
Austlæg átt og og rigning, en milt veður.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir austlægar áttir með vætu í flestum landshlutum, en fremur hlýtt í veðri.