Kláfur upp Skálafell í umhverfismat

Skálafell séð úr Norðlingaholti í Reykjavík.
Skálafell séð úr Norðlingaholti í Reykjavík. Árni Sæberg

Skipu­lags­stofn­un hef­ur úr­sk­urðað að fyr­ir­huguð bygg­ing kláfs upp Skála­fell skuli fara í um­hverf­is­mat. Þetta kem­ur fram í úr­sk­urði stofn­un­ar­inn­ar sem var birt­ur á heimasíðu henn­ar fyr­ir helgi.

Fyr­ir­tækið Skála­fell Panorama hef­ur hug á að byggja þjón­ustumiðstöð við ræt­ur og á toppi fjalls­ins og tengja þær sam­an með kláfi. Kláf­ur­inn færi um 2000 metra, en hækk­un­in er 400 metr­ar.

Í þjón­ustumiðstöðvun­um verður versl­un og veit­inga­sala en gert er ráð fyr­ir sér­stök­um veit­ingastað á toppi fjalls­ins. Von­ir standa til að um 150 þúsund gest­ir fari með kláf­in­um ár­lega, þar af um 100 þúsund yfir sum­ar­tím­ann að því er fram kem­ur í um­sókn til Skipu­lags­stofn­un­ar.

Reikna megi með að fleiri muni sækja svæðið að fram­kvæmd­um lokn­um til að njóta út­sýn­is, norður­ljósa, fara í göngu­ferðir og á skíði held­ur en við nú­ver­andi aðstæður. Gest­um muni fjölga mest á sumr­in en svæðið er lítið nýtt á þeim árs­tíma.

Á vet­urna myndi hann einnig nýt­ast sem skíðakláf­ur, en Skála­fell er eitt tveggja skíðasvæða í ná­grenni höfuðborg­ar­inn­ar. Dæmi eru um það er­lend­is frá að kláf­ar nýt­ist bæði skíðamönn­um og til að ferja fólk á veit­inga­hús, til að mynda á fjall­inu Zug­spite, sem er hæsta fjall Þýska­lands.

Framkvæmdasvæðið úr 5 kílómetra fjarlægð. Búið er að teikna 10 …
Fram­kvæmda­svæðið úr 5 kíló­metra fjar­lægð. Búið er að teikna 10 metra hátt þjón­ustu­hús á toppi Skála­fells inn á mynd­ina, en það er vart grein­an­legt. Ljós­mynd/​Skipu­lags­stofn­un

Um­fangs­mik­il fram­kvæmd

Í úr­sk­urði Skipu­lags­stofn­un­ar kem­ur fram að óvissa sé um áhrif fyr­ir­hugaðra fram­kvæmda. Hún sé um­fangs­mik­il og ekki reynsla af slík­um hér­lend­is, enda eng­inn kláf­ur í land­inu. 

Bygg­ing­in er áformuð á svæði sem þegar er skíðasvæði og ber merki mann­virkja­gerðar og rösk­un­ar en upp­setn­ing kláfs­ins og bygg­ing þjón­ustu­húsa mun þó breyta ásýnd svæðis­ins tölu­vert.

Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að 14 stálmöst­ur með steypt­um und­ir­stöðum haldi lín­unni, sem kláf­ur­inn ferðast eft­ir, uppi. Möstr­in verða um 7-15 metra há og nauðsyn­legt að grafa fyr­ir und­ir­stöðunum.

Klef­ar kláfs­ins eiga að rúma allt að 8 farþega hver og gert ráð fyr­ir að kláf­ur­inn geti ferjað um 1.200 manns á klukku­stund.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka