Ljósmæður samþykktu miðlunartillögu

Frá fundi samningsnefndar ljósmæðra og ríkisins.
Frá fundi samningsnefndar ljósmæðra og ríkisins. mbl.is/Árni Sæberg

Ljós­mæður hafa samþykkt miðlun­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara í kjara­deilu þeirra við ríkið. Þetta kem­ur fram í frétt á vef rík­is­sátta­semj­ara. 

At­kvæðagreiðslu um miðlun­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara í máli Ljós­mæðara­fé­lags Íslands og fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fyr­ir hönd rík­is­sjóðs lauk á há­degi í dag. 

Miðlun­ar­til­lag­an var samþykkt í at­kvæðagreiðslu Ljós­mæðrafé­lags­ins með 95,1% at­kvæða. 247 voru á kjör­skrá og greiddu 224 at­kvæði, eða 91%.

Þá samþykkti fjár­mála- og efna­hags­ráðherra miðlun­ar­til­lög­una. Nýr kjara­samn­ing­ur aðila hef­ur því kom­ist á og mun hann gilda til 31. mars 2019, seg­ir í frétt rík­is­sátta­semj­ara.

Miðlun­ar­til­lag­an fel­ur meðal ann­ars í sér að rík­is­sátta­semj­ari mun skipa þriggja manna gerðardóm sem mun fara yfir laun ljós­mæðra. 

Ein­hug­ur­inn kom á óvart

Katrín Sif Sig­ur­geirs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar ljós­mæðra, kom af fjöll­um þegar blaðamaður innti hana eft­ir viðbrögðum við niður­stöðunni. Kom í ljós að rík­is­sátta­semj­ari hafði birt niður­stöður kosn­ing­ar­inn­ar á vefsíðu sinni án þess að samn­inga­nefnd ljós­mæðra hefði verið lát­in vita.

Eft­ir að hafa fengið upp­lýs­ing­ar um úr­slit­in seg­ir Katrín þó að niðurstaðan hafi í raun ekki komið á óvart. Hún hafi fundið fyr­ir því að ljós­mæður væru sam­stíga á síðustu dög­um, en samn­inga­nefnd­in kynnti helstu atriði samn­ings­ins á fund­um með ljós­mæðrum um helg­ina, bæði í Reykja­vík og á Ak­ur­eyri.

Hún viður­kenn­ir þó að það hafi komið henni á óvart hver ein­róma niðrstaðan var. „Ég átti kannski ekki al­veg von á að þetta yrði svona af­ger­andi.“

Í sam­komu­lag­inu kem­ur fram að heil­brigðisráðuneytið veit­ir 60 millj­ón­ir króna auka­lega til heil­brigðis­stofn­ana sem hafa fæðing­ar­deild­ir og seg­ir Katrín að nú taki við þarfagrein­ing á stofn­un­un­um til að meta hvernig eigi að deila því fé á stofn­an­irn­ar.

Upp­fært klukk­an 17:40: Í til­efni um­mæla Katrín­ar vill rík­is­sátta­semj­ari taka fram að for­mönn­um beggja samn­ina­nefnda hafi verið til­kynnt niðurstaðan með tölvu­pósti um leið og hún lá fyr­ir, upp úr klukk­an 12. Hún seg­ir ein­hvers mis­skiln­ings hafa gætt um að funda hefði átt sér­stak­lega með samn­inga­nefndn­un­um. Í miðlun­ar­til­lög­unni kom fram að niðurstaða at­kvæðagreiðslunn­ar skyldi kunn­gjörð eigi síðar en klukk­an 14.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert