Elliði ráðinn bæjarstjóri í Ölfusi

Elliði Vignisson hefur verið bæjarstjóri í Vestmannaeyjum síðan 2006. Hann …
Elliði Vignisson hefur verið bæjarstjóri í Vestmannaeyjum síðan 2006. Hann hefur nú verið ráðinn bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Elliði Vignisson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss. Var þetta  samþykkt á bæjarstjórnarfundi fyrr í dag að því er fram kemur á vefnum Hafnarfréttir.

Alls sóttu 23 einstaklingar um stöðuna. Fimm drógu síðan umsókn sína til baka og var Elliði því ráðinn úr hópi 18 umsækjenda.

Elliði hefur verið bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ sl. 12 ár og hefur því mikla reynslu á sviði sveitarstjórnarmála og rekstri sveitarfélaga.

Hann er fæddur 28. apríl 1969 og verður því fimmtugur á næsta ári. Eiginkona hans er Bertha Johansen og eiga þau tvö börn, Bjarteyju Bríeti og handboltamanninn Nökkva Dan sem nýlega skrifaði undir hjá norska úr­vals­deild­ar­fé­laginu Ar­en­dal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert