Þátttaka í bólusetningum óviðunandi

Þátttaka í bólusetningum hér á landi hjá yngstu árgöngunum hér …
Þátttaka í bólusetningum hér á landi hjá yngstu árgöngunum hér á landi er lakari en áður hefur verið. Thinkstock

Þátt­taka í bólu­setn­ing­um hér á landi hjá yngstu ár­göng­un­um er lak­ari en áður hef­ur verið. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu um þátt­töku í al­menn­um bólu­setn­ing­um á Íslandi, sem sótt­varna­lækn­ir hef­ur gefið út.

Er þátt­tak­an 2017 sögð vera svipuð og árið áður, en minnki þátt­tak­an enn frek­ar þá megi bú­ast við að hér á landi fari að sjást sjúk­dóm­ar sem ekki hafa sést um ára­bil.

„Sér­stak­lega eru misl­ing­ar áhyggju­efni en þeir hafa nú geisað af krafti víða í Evr­ópu um nokk­urra ára skeið. Mik­il flug­um­ferð um Ísland ger­ir það að verk­um að sótt­varna­lækn­ir fær reglu­lega spurn­ir af því að ein­stak­ling­ur með smit­andi misl­inga hafi verið í flug­vél með viðkomu á Íslandi,“ seg­ir í frétt á vef Land­lækn­is. Meðgöngu­tími sjúk­dóms­ins er um 10-14 dag­ar, en get­ur þó verið allt að 3 vik­ur.  „Með dvín­andi þátt­töku yngstu ár­gang­anna í bólu­setn­ing­um er hætt við að far­ald­ur geti komið upp ef smit berst inn á leik­skóla hér á landi.“

Sótt­varna­lækn­ir seg­ir frem­ur sjald­gæft að bólu­setn­ingu sé hafnað hér á landi, mun al­geng­ara sé að skoðun í ung- og smá­barna­vernd falli niður af óljós­um or­sök­um. „Á und­an­förnu ári hef­ur verið lagt í vinnu við að auðvelda heilsu­gæslu­stöðvum að fylgj­ast með stöðu mála hjá þeim börn­um sem eru skráð á stöðina og gef­ur það tæki­færi til að kalla inn börn sem ekki hafa mætt í skoðun. Frek­ari úr­bæt­ur eru í und­ir­bún­ingi til að auðvelda skrán­ingu og fleira.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert