Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sendu frá sér tilkynningu í morgun og þessa …
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sendu frá sér tilkynningu í morgun og þessa mynd af sér sem tekin var að loknum fundi þeirra í gær. Ljósmynd/Aðsend

Full­trú­ar stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna í borg­ar­stjórn hitt­ust á fundi í gær­dag til að fjalla um „það neyðarástand sem nú rík­ir meðal sí­fellt fleiri heim­il­is­lausra í Reykja­vík,“ seg­ir í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu þeirra. Harm­ar stjórn­ar­andstaðan það sem hún seg­ir „al­gjört aðgerðarleysi“ í þess­um mála­flokki.

Yf­ir­lýs­ing stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna í borg­ar­stjórn:

„Við þess­ar aðstæður er það full­komið ábyrgðarleysi að borg­ar­stjórn og fagráð borg­ar­inn­ar séu nú kom­in í sum­ar­leyfi án þess að leysa vand­ann. Stjórn­ar­andstaðan óskaði eft­ir auka­fundi í vel­ferðarráði fyrr í sum­ar þar sem þessi mál yrðu sett á dag­skrá í heild sinni. Svör­in voru á þann veg að ekki var unnt að verða við ósk um auka­fund fyrr en 10. ág­úst nk., á meðan eykst neyð heim­il­is­lausra með hverj­um deg­in­um. Eins og fram hef­ur komið í ný­legu áliti umboðsmanns Alþing­is hef­ur meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar brugðist skyld­um sín­um í þess­um efn­um.

Stjórn­ar­andstaðan, hvar í flokki sem hún stend­ur, sam­mæl­ist um að grípa þurfi strax til neyðarúr­ræða, hefjast handa við að leysa þenn­an al­var­lega vanda til fram­búðar og hef­ur farið fram á auka­fund í borg­ar­ráði strax í næstu viku.

Heim­il­is­laust fólk fær ekki sum­ar­frí frá áhyggj­um sín­um og þeirri ang­ist sem fylg­ir því að hafa ekki þak yfir höfuðið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert