Ætti að rjúfa 20 stiga múrinn í borginni

Veðurútlit á hádegi á morgun, sunnudag.
Veðurútlit á hádegi á morgun, sunnudag.

Nú situr lægðasvæði fyrir sunnan land næstu sólarhringana og dælir til okkar hlýju lofti og skilabökkum úr suðaustri sem ganga síðan vestur yfir landið með tilheyrandi úrkomu fram á þriðjudag,“ segir í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þessu fylgi hvassviðri, einkum á morgun.

Þá verði rigning suðaustanlands um hádegi í dag og síðdegis um mest land. 

Norðaustanátt, 13-23 m/s, verður eftir hádegi í dag í Öræfasveit og á Suðausturlandi, Snæfellsnesi og Vestfjörðum á morgun. Vindurinn getur reynst varasamur farartækjum sem taka á sig vind og hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun vegna þessa.

Annars er hægari vindur á landinu. Rigning verður suðaustanlands um morguninn og færist síðan vestur yfir landið síðdegis. Hiti verður á bilinu 12 til 24 stig og verður hlýjast á landinu vestanverðu.

Veðurvefur mbl.is

„Hitinn á höfuðborgarsvæðinu ætti að rjúfa 20 stiga múrinn yfir hádaginn en það fer að rigna þar síðdegis, þannig að betra er að grilla í fyrra fallinu,“ segir í hugleiðingunum.

Þeim sem vilja upplifa storm og 18 til 20 stiga hita er hins vegar bent á sunnanvert Snæfellsnesið á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert