Druslur gengu hnarreistar um allt land

Druslur gengu saman gegn ofbeldi um allt land í dag. …
Druslur gengu saman gegn ofbeldi um allt land í dag. Skipuleggjendum göngunnar finnst mikilvægt að fólk taki boðskap göngunnar með sér inn í verslunarmannahelgina. mbl.is/Valli

Druslugangan var gengin í áttunda sinn í dag og gengu druslur saman hnarreistar um allt land gegn ofbeldi. Þrátt fyrir rigningu í Reykjavík og á Akureyri létu þátttakendur það hvergi á sig fá. Þá var einnig gengið undir formerkjum Druslugöngunnar á Borgarfirði eystri þar sem Bræðslan fer fram nú um helgina. 

Druslugangan í Reykjavík.
Druslugangan í Reykjavík. mbl.is/Valli

Stella Briem, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, var hæstánægð þegar blaðamaður mbl.is náði tali af henni. 

„Þetta gekk alveg yndislega. Samstaðan, þrátt fyrir veður, var bara algjörlega óaðfinnanleg og þetta gekk bara heilt yfir yndislega vel. Við höfum fengið að heyra rosalega tilfinningaþrungnar ræður frá Kiönu Sif [Limehouse]og Helgu Elínu [Herleifsdóttur]. Eins frá stelpum á vegum Stígamóta og frá Maríu Rut [Kristinsdóttur] sem er einn af forkólfum Druslugöngunnar. Núna erum við bara að hlusta á tónlist á Austurvelli í grenjandi rigningu, öll saman að styðja hvert annað. Það er bara yndislegt,“ segir Stella.

Tímasetningin mikilvæg

Boðskapur göngunnar í ár var í raun enginn sérstakur, heldur var lögð áhersla á að Druslugangan væri fyrir alla. Þá voru einkunnarorð göngunnar þýdd á mörg tungumál svo þau næðu til sem flestra. Stella telur að markmið göngunnar í ár hafi komist vel til skila. 

Druslugangan í Reykjavík.
Druslugangan í Reykjavík. mbl.is/Valli

„Við vonum það. Við sáum það á skiltunum og fólkinu sem kom og vonum að við höfum sýnt það í gegn með ræðunum okkar og okkar skilaboðum. Að hafa þetta á öllum þessum tungumálum. Við erum mjög hamingjusamar með það.“

Margmenni var í göngunni í Reykjavík og víðar um land allt og segir Stella að skipuleggjendur göngunnar séu ánægðir með mætinguna. Hún segir jafnframt að tímasetning göngunnar sé mikilvæg, að hún sé haldin helgina fyrir verslunarmannahelgi. 

„Okkur finnst það mjög mikilvægt að fólk taki þessi skilaboð með sér inn í verslunarmannahelgina. Fólk sem er að fara á þjóðhátíð og svo framvegis,“ segir Stella.  

Druslugangan í Reykjavík.
Druslugangan í Reykjavík. mbl.is/Valli
Druslugangan í Reykjavík.
Druslugangan í Reykjavík. mbl.is/Valli
Druslugangan í Reykjavík.
Druslugangan í Reykjavík. mbl.is/Valli
Druslugangan í Reykjavík.
Druslugangan í Reykjavík. mbl.is/Valli
Druslugangan á Akureyri.
Druslugangan á Akureyri. mbl.is/Þorgeir
Druslugangan á Akureyri.
Druslugangan á Akureyri. mbl.is/Þorgeir
Druslugangan á Akureyri.
Druslugangan á Akureyri. mbl.is/Þorgeir
Druslugangan á Akureyri.
Druslugangan á Akureyri. mbl.is/Þorgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert