Enn mikið álag á fæðingardeildum

Enn er mikið álag á fæðingardeildum landsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra …
Enn er mikið álag á fæðingardeildum landsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflétt fyrir sléttri viku. mbl.is/Golli

Þó svo að yfirvinnubanni ljósmæðra hafi verið aflétt fyrir sléttri viku er enn mikið álag á fæðingardeildum landsins. Á höfuðborgarsvæðinu eru enn dæmi þess konur séu sendar á fæðingarvakt Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi þar sem fæðingarvakt Landspítalans í Reykjavík annar ekki eftirspurn. Þetta staðfestir Jóhanna Ólafsdóttir, vaktstjóri fæðingardeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. 

Mbl.is hefur staðfestar heimildir fyrir því að kona sem komin var af stað í fæðingu og hafði átt að fæða á Landspítalanum í morgun hafi verið send sjálf keyrandi á Akranes þar sem ekki reyndist unnt að taka á móti barni hennar í Reykjavík.

„Það er búið að vera mjög mikið að gera þessa viku. Það er rólegt núna en þá fáum við sendingu frá Reykjavík. Við erum að fá konur úr Reykjavík, ég get staðfest það.“

Hún segir að þrátt fyrir að ljósmæður hafi gengist við miðlunartillögu ríkissáttarsemjara sé enn mikið álag á fæðingardeildunum. „Svo sannarlega. Það hefur ekkert breyst.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert