Lægðin sem feykti hlýjunni á leiðinni

Búast má við úrkomu víða um landið á föstudag.
Búast má við úrkomu víða um landið á föstudag. mbl.is/Styrmir Kári

Svo virðist sem ekk­ert ætli að verða úr þrumu­veðri eða hagl­éli sem talið var að gæti fylgt hlýj­um vind­um sem fara nú yfir landið. Sam­kvæmt sér­fræðingi Veður­stofu Íslands er ekki út­lit fyr­ir að skúra­ský séu að mynd­ast og þrum­ur, eld­ing­ar og él muni því ólík­lega hrjá lands­menn úr þessu.

Þá seg­ir veður­fræðing­ur að þetta óvenju­hlýja loft sem hef­ur verið yfir land­inu í dag og þá sér­stak­lega á suðvest­ur-horn­inu, sé því miður að flýta sér í vesturátt og verði lík­ast til farið fyr­ir dags­lok.

Sök­um hlýja lofts­ins mæld­ist hit­inn allt að 21 gráða á Sigluf­irði í nótt á milli klukk­an tólf á miðnætti og fjög­ur í morg­un. Sam­kvæmt veður­fræðingi er það ekki al­gengt að svo hlýtt loft feyk­ist inn til byggða að næt­ur­lagi, en það er þó ekki óþekkt.

Því miður mun hit­inn ekki vara lengi og strax síðdeg­is í dag mun lík­ast til rigna á höfuðborg­ar­svæðinu. Næstu daga verður veður svo svipað og það hef­ur verið að und­an­förnu. „Það verður fínt veður en ekk­ert frá­bært,“ seg­ir veður­fræðing­ur.

Þá mun versl­un­ar­manna­helg­in lík­ast til hefjast með rign­ingu um nán­ast allt land á föstu­dag. „Lægðin sem feykti þessu hlýja lofti mun koma yfir landið í vik­unni.“

Það er því ekki seinna vænna fyr­ir íbúa höfuðborga­svæðis­ins og ná­grenn­is að skella sér út og nýta skamma veru hlý­ind­anna yfir land­inu.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert