Lögreglan þurfi að huga að eigin öryggi

Aðalsteinn segir að lögregla þurfi að huga að eigin öryggi …
Aðalsteinn segir að lögregla þurfi að huga að eigin öryggi hvað varðar aukinn vopnaburð almennings. Hér sjást vopnaðir laganna verðir á Laugardalsvelli. mbl.is/Hanna

„Maður er að verða meira og meira var við þetta,“ seg­ir Aðal­steinn Júlí­us­son, varðstjóri lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri, spurður um auk­inn vopna­b­urð fólks og æ fleiri til­vik þess að fólk beri á sér eggvopn og bar­efli þegar lög­regla hef­ur af­skipti af því. Fjór­ir voru kærðir fyr­ir brot á vopna­lög­um á Norður­landi eystra um helg­ina eins og RÚV greindi frá. Hann seg­ir að þörf sé á auk­inni umræðu um málið svo stemma megi stigu við þeim vanda sem blasi við. Eins þurfi lög­regla að huga að eig­in ör­yggi í mál­um sem þess­um.  

Aðal­steinn seg­ir þró­un­ina benda til þess að fíkni­efna- og glæpa­heim­ur­inn á Íslandi hafi harðnað. „Þessi viðskipti fara fram neðanj­arðar eins og það er kallað og menn eiga það til að skulda sín viðskipti. Þá þarf ein­hvern veg­inn að standa skil á þeim skuld­um og stund­um er það bara hrein­lega ekki hægt. Þar af leiðandi eru menn sjálfsagt farn­ir að finna sig knúna til þess að verja sig á ein­hvern hátt ef á þá er ráðist, ef þeir eru hand­rukkaðir eins og það er kallað. Og því eru menn farn­ir að ganga vopnaðir. Þetta er harðnandi heim­ur og við verðum vör við þetta reglu­lega.“ 

Fíkni­efna­akst­ur færst í auk­ana

Þá seg­ist Aðal­steinn finna fyr­ir stór­auk­inni fíkni­efna­notk­un og sömu­leiðis fíkni­efna­akstri. „Það er mikið af efn­um í um­ferð, það er orðið auðvelt aðgengi að þessu. Það sem af er þessu ári erum við bún­ir að taka fleiri [fyr­ir akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna] en í fyrra og við erum að verða bún­ir að jafna árið þar áður hvað varðar til­vik fíkni­efna­akst­urs, og það er bara júlí,“ seg­ir Aðal­steinn

Aðspurður seg­ist hann telja að umræðu vanti um þessi mál­efni til þess að stemma stigu við þróun mála. „Þetta á ekki að vera neitt leynd­ar­mál. Það er í umræðunni að lög­regl­an vopn­ist á ein­hvern hátt og við höf­um nátt­úru­lega aðgang að vopn­um. Aðallega vant­ar að fólk sé meðvitað um þetta, að þetta sé bara raun­veru­leik­inn í dag. Eðli­lega erum við að hugsa um okk­ar eigið ör­yggi líka. Við erum með ágætis­ör­ygg­is­búnað en við þurf­um alltaf að vera á tán­um gagn­vart þeim aðilum sem við erum að fást við.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka