The Hefners segjast hafna fordómum

Birgir Örn Sævarsson.
Birgir Örn Sævarsson. Ljósmynd/Facebook/Birgir Örn Sævarsson

Liðsmenn hljómsveitarinnar The Hefners frá Húsavík segjast hafna hvers konar fordómum, hatri og illsku. Þetta kemur fram í Facebook-færslu fyrirsvarsmanns hljómsveitarinnar, Birgis Sævarssonar, sem skrifar fyrir hönd hennar.

Hljómsveitin sætti gagnrýni Kristins Óla Haraldssonar, Króla, vegna framkomu hljómsveitarinnar á mærudögum á Húsavík í gær. Þeir JóiPé og Króli komu einnig fram á hátíðinni í gær. Kristinn Óli gagnrýndi svonefnt „blackface“-gervi hús­vísku hljóm­sveit­arinnar.

The Hefners segja dapurt að listamaðurinn, Kristinn Óli, geri lítið úr þeim. Þeir segjast vilja fagna hinni frábæru tónlist diskótímans og leggja allt í sína sýningu, m.a. hvað varðar búninga og förðun. Þeir segja miður að fólk túlki sýninguna þeirra sem einhvers konar kynþáttafordóma og segja því fara víðs fjarri.

Facebook-færslu Birgis má sjá hér að neðan í heild sinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert