Ferð um fossaslóð

Fáir fossar landsins eru jafn tilkomumiklir og Dynkur. Svona staði …
Fáir fossar landsins eru jafn tilkomumiklir og Dynkur. Svona staði er gaman að skoða í leiðsögn staðkunnugra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við ætlum að ganga um fallegt land. Fossarnir í efri hluta Þjórsár eru auðvitað ekki í alfaraleið og því er gaman að kynna þá fólki sem heillast af tignarleik þeirra og sterkum svip,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir náttúrufræðingur.

Um verslunarmannahelgina stendur Ferðafélag Íslands fyrir svonefndri Fossagöngu um Þjórsárdal og Gnúpverjaafrétt, sem þær Sigþrúður Jónsdóttir og Björg Eva Erlendsdóttir fara fyrir. Þær eru báðar úr Gnúpverjahreppi, hafa oft farið á fjall og eru því staðháttum kunnugar.

Lagt verður af stað frá Reykjavík árla morguns, næstkomandi laugardag, 4. ágúst, og ekið að Stöng í Þjórsárdal – og þaðan gengið að Háafossi; sem steypist 122 m fram af hálendisbrúninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert