Fyrsti fundur gerðardóms á morgun

Frá samningafundi ljósmæðra og ríkisins.
Frá samningafundi ljósmæðra og ríkisins. mbl.is/Eggert

Fyrsti fund­ur gerðardóms í deilu Ljós­mæðrafé­lags Íslands og fjár­málaráðherra f.h. rík­is­sjóðs verður á morg­un með rík­is­sátta­semj­ara. Þetta staðfest­ir Magnús Pét­urs­son, formaður gerðardóms­ins, í sam­tali við mbl.is.

Magnús vildi ekki tjá sig frek­ar um störf gerðardóms­ins í deil­unni fyrr en að þeim fundi af­stöðnum.

Rík­is­sátta­semj­ari skipaði í dag auk Magnús­ar, Guðbjörgu Andr­eu Jóns­dótt­ur, for­stöðumann Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands, og Báru Hildi Jó­hann­es­dótt­ur, deild­ar­stjóra mönn­un­ar- og starfs­um­hverf­is­deild­ar Land­spít­ala og ljós­móður, í dóm­inn.

Gerðardómn­um er gert að ljúka störf­um fyr­ir 1. sept­em­ber 2018.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert