„Gífurlega erfiður vetur framundan“

Verkalýðsleiðtogar telja harða kjaradeilu framundan í vetur.
Verkalýðsleiðtogar telja harða kjaradeilu framundan í vetur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Verkalýðsleiðtogar telja harða kjaradeilu framundan í vetur, m.a. vegna mikillar misskiptingar í launahækkunum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að boðaðar hækkanir á vörum séu óskiljanlegar.

„Við gerðum kjarasamning við fyrirtækin árið 2015, það var gert við aðstæður sem reyndust fyrirtækjunum býsna vel og þau fengu ágætis afkomu í kjölfarið. Það er ekki eins og það hafi reynt mikið á þau.“ Þá segir Gylfi ljóst að krónan hafi verið að styrkjast sem hafi gert samkeppnisstöðu erfiðari. „En þá eiga fyrirtæki ekki að spyrna við fótum með því að hækka verð á vöru, þá hlýtur samkeppnisstaðan að versna enn meira. Þetta er gömul saga og ný í efnahagsmálum á Íslandi – að krónan hefur verið látin styrkjast mikið, en sjaldnast er hægt að rekja það til kjarasamninga.“

Í umfjöllun um horfurnar í kjaramálum í Morgunblaðinu í dag telur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, að hörð kjaradeila sé í uppsiglingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert