Aðeins einn nemandi eftir

Nemendur Finnbogastaðaskóla leika sér á lóð skólans á árum áður.
Nemendur Finnbogastaðaskóla leika sér á lóð skólans á árum áður.

Tví­sýnt er um það hvort Finn­bog­astaðaskóli í Árnes­hreppi verður starf­rækt­ur næsta skóla­ár. Skól­inn er eini grunn­skól­inn í hreppn­um en ein­ung­is einn nem­andi er eft­ir í skól­an­um.

„Það er ekki al­veg útséð með það hvort skól­an­um verði lokað. Við ætl­um aðeins að skoða málið og spá í það hvaða leiðir eru fær­ar,“ seg­ir Eva Sig­ur­björns­dótt­ir, odd­viti Árnes­hrepps, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Spurð út í þær leiðir sem standa nem­and­an­um til boða verði skól­an­um lokað seg­ir Eva of snemmt að segja til um það, en langt er í næsta skóla. Skól­inn var rek­inn eft­ir ára­mót með tveim­ur nem­end­um en í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Eva stöðuna aðra þegar ein­ung­is einn nem­andi er eft­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka