Nýr Herjólfur kemur við erfið veðurskilyrði

Hinn nýi Herjólfur í smíðum í Póllandi.
Hinn nýi Herjólfur í smíðum í Póllandi.

„Þegar lagt var af stað í þetta verk­efni var mik­il áhersla lögð á að ferj­an myndi byrja að sigla í apríl eða maí þannig að áhöfn­in og sér­stak­lega skip­stjór­arn­ir myndu læra á skipið að sumri.“

Þetta seg­ir Sig­urður Áss Grét­ars­son, fram­kvæmda­stjóri sigl­inga­sviðs Vega­gerðar­inn­ar, í Morg­un­blaðinu í dag. Vís­ar hann í máli sínu til þess að enn er óljóst hvenær nýr Herjólf­ur byrj­ar áætl­un­ar­sigl­ing­ar á milli lands og Vest­manna­eyja, en eins og greint hef­ur verið frá í blaðinu hef­ur pólska skipa­smíðastöðin Crist S.A. beðið um frest á af­hend­ingu ferj­unn­ar.

„Nú er svo komið að skipið mun ekki byrja áætl­un­ar­sigl­ing­ar fyrr en í nóv­em­ber ef áætlan­ir ganga eft­ir, þegar veður eru vá­lynd,“ seg­ir Sig­urður Áss, en það veld­ur auknu álagi á áhöfn­ina.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert