„Reykjavíkurborg er að standa sig illa“

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir ekki hægt að bíða …
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir ekki hægt að bíða eftir langtímalausnum í málefnum húsnæðislausra og að þörf sé á tafarlausu neyðarúrræði. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er frá­bært að þetta hafi verið sett á dag­skrá og til um­fjöll­un­ar á þess­um fundi. Þetta að ein­hverju leyti er viður­kenn­ing á þess­ari gríðarlegu hús­næðiskreppu sem rík­ir hjá Reykja­vík­ur­borg,“ seg­ir Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins, í sam­tali við blaðamann mbl.is.

Boðaður var auka­fund­ur í borg­ar­ráði í kjöl­far þess að minni­hlut­inn óskaði eft­ir því að sér­stak­ur fund­ur yrði hald­inn um mál­efni hús­næðis­lausra og heim­il­is­lausra í Reykja­vík.

„Þegar litið er á fund­inn í heild, skynjaði maður að umræðan af hálfu meiri­hlut­ans var byggð á að vísa ábyrgðinni annað, að miklu leyti til annarra sveit­ar­fé­laga og rík­is­ins. Það er mik­il­vægt að við sjálf séum meðvituð um að Reykja­vík­ur­borg er að standa sig illa í þess­um mál­efn­um og við þurf­um að bregðast við sem fyrst,“ seg­ir hún.

Heiða Björg Hilmisdóttir.
Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og formaður vel­ferðarráðs, seg­ir í sam­tali við blaðamann að meiri­hlut­inn hafi „kallað eft­ir ríku sam­starfi sam­fé­lags­ins um að koma í veg fyr­ir að fólk verði utang­arðs og koma fólki sem verður utang­arðs til hjálp­ar hvað varðar heil­brigðisþjón­ustu, hús­næði, fé­lags­leg­an stuðning og virkni.“

„Ég upp­lifði ekki stór­an ágrein­ing í borg­ar­ráði um þessi mál, frek­ar auk­inn áhuga hjá minni­hlut­an­um miðað við síðasta vet­ur. Það er of stór hóp­ur fólks sem er í mikl­um fé­lags­leg­um vanda og við þurf­um að styðja þann hóp og sam­ein­ast um að koma í veg fyr­ir að fólk verði utang­arðs,“ seg­ir hún.

Neyðarúr­ræði vísað í nefnd

„Við lögðum fram til­lögu í átta liðum sem var samþykkt. Síðan voru þarna til­lög­ur frá minni­hlut­an­um, flest­um þeirra var vísað í frek­ari stefnu­mót­un hjá vel­ferðarráði. Það var ekki tal­in ástæða til þess að samþykkja eitt og annað án þess að það sé í sam­hengi við þá vinnu sem er þegar í gangi um það hvernig við get­um fjölgað hús­næðisúr­ræðum,“ seg­ir Heiða Björg.

Sanna virðist ekki með öllu sam­mála túlk­un Heiðu Bjarg­ar og seg­ir við blaðamann að þörf sé á „neyðarúr­ræði fyr­ir þá ein­stak­linga sem eru án hús­næðis á meðan unnið er að lang­tíma­lausn­um. Við þurf­um að getað brugðist við vax­andi vanda húnæðis­lausra og heim­il­is­lausra.“

„Ég lagði fram til­lögu um að borg­in komi á fót neyðar­hús­næðisúr­ræði fyr­ir ólíka hópa sem eru án hús­næðis,“ seg­ir Sanna og tek­ur fram að sú til­laga hafi ekki verið samþykkt held­ur vísað til vel­ferðarráðs.

Aukafundur borgarráðs Reykjavíkur um málefni heimilislausra og húsnæðisskort var haldinn …
Auka­fund­ur borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur um mál­efni heim­il­is­lausra og hús­næðis­skort var hald­inn í dag. Ljós­mynd/​Hari

„Þannig er nú mál með vexti að vel­ferðarráð er í sum­ar­leyfi, þannig að af­greiðsla máls­ins frest­ast. Til­lag­an gekk hins veg­ar út á að Reykja­vík­ur­borg komi taf­ar­laust á ólík­um leiðum að bú­setu­úr­ræðum fyr­ir hús­næðis­lausa ein­stak­linga. Með því að vísa mál­inu til vel­ferðarráðs tefst þessi málsmeðferð,“ seg­ir borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins og bæt­ir við að neyðin sé nú þegar til staðar og að það gangi ekki að fólk sé hús­næðis­laust.

Sam­kvæmt Heiðu Björg verður fund­ur vel­ferðarráðs hald­inn 10. ág­úst. „Þar heyr­um við í hags­munaaðilum og not­end­um þjón­ust­unn­ar um hvað þeim finnst brýn­ast og hvernig hús­næði þau myndu vilja. Okk­ur fannst rétt að hlusta á það áður en við tök­um ákvörðun um hvers kon­ar hús­næði við ætl­um að bjóða þeim.“

Hug­tök­in ekki nægi­lega skýr

Sanna seg­ist þó mjög ánægð með að til­lög­ur henn­ar um að þarf­ir og vænt­ing­ar ein­stak­linga í hús­næðis­vanda yrðu kannaðar og ít­rek­ar við blaðamann mik­il­vægi þess að not­end­ur þjón­ustu borg­ar­inn­ar komi að mál­um.

Sanna seg­ist einnig hafa bent á að hug­tök­in sem notuð eru í sam­bandi við mála­flokk­inn hjá borg­inni séu ekki nægi­lega skýr. Hún vís­ar til þess að rætt er um heim­il­is­lausa, hús­næðis­lausa og utang­arðsfólk án þess að gera nægi­leg skil á milli hug­taka.

„Til dæm­is er hægt að ein­stak­ling­ur sé heim­il­is­laus án þess að vera hús­næðis­laus, það er að segja að ein­stak­ling­ur get­ur hallað höfði sínu ein­hvers staðar tíma­bundið en jafn­framt verið án heim­il­is,“ seg­ir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert