Teitur Gissurarson
Eyjamenn hafa margir fyrir löngu hafið undirbúning fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, sem fer fram í 144. skipti um verslunarmannahelgina. Magnús Bragason hótelrekandi segir Þjóðhátíð skipta sig gríðarlega miklu máli, en hann er nú að fara á hátíðina í sitt 52. skipti.
„Það er núna í þessum töluðu orðum verið að smyrja flatkökurnar. Svo er líka verið að gera pítsusnúða. Það er verið að fylla koffortið af mat,“ segir Magnús, en hann mun, eins og margir aðrir Eyjamenn, taka á móti fjölda fólks í hvíta tjaldi fjölskyldu sinnar um næstu helgi.
„Styrkur Þjóðhátíðarinnar er hvað hún byggir á miklum hefðum. Hefðirnar geta bæði verið hvítu tjöldin og dagskráin en svo er líka hver fjölskylda með sína hefð,“ segir Magnús í Morgunblaðinu í dag og bendir á að hefðirnar séu rótgrónar í sinni fjölskyldu.
Sjá samtal við Magús Bragason í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.