Yfir 50 sinnum á Þjóðhátíð

Kökukaffi. F.h. Helgi, Magnús, Bragi, Sigríður og Sigurður eftir setningarathöfnina …
Kökukaffi. F.h. Helgi, Magnús, Bragi, Sigríður og Sigurður eftir setningarathöfnina í fyrra. Ljósmynd/Magnús Bragason

Eyja­menn hafa marg­ir fyr­ir löngu hafið und­ir­bún­ing fyr­ir Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um, sem fer fram í 144. skipti um versl­un­ar­manna­helg­ina. Magnús Braga­son hót­el­rek­andi seg­ir Þjóðhátíð skipta sig gríðarlega miklu máli, en hann er nú að fara á hátíðina í sitt 52. skipti.

„Það er núna í þess­um töluðu orðum verið að smyrja flat­kök­urn­ar. Svo er líka verið að gera pítsu­snúða. Það er verið að fylla koff­ortið af mat,“ seg­ir Magnús, en hann mun, eins og marg­ir aðrir Eyja­menn, taka á móti fjölda fólks í hvíta tjaldi fjöl­skyldu sinn­ar um næstu helgi.

„Styrk­ur Þjóðhátíðar­inn­ar er hvað hún bygg­ir á mikl­um hefðum. Hefðirn­ar geta bæði verið hvítu tjöld­in og dag­skrá­in en svo er líka hver fjöl­skylda með sína hefð,“ seg­ir Magnús í Morg­un­blaðinu í dag og bend­ir á að hefðirn­ar séu rót­grón­ar í sinni fjöl­skyldu.

Sjá sam­tal við Mag­ús Braga­son í heild á baksíðu Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert