Skýið teygði sig til jarðar

Skýstrókar eru ekki algeng sjón á Íslandi.
Skýstrókar eru ekki algeng sjón á Íslandi. Skjáskot úr myndskeiðinu

Sjaldséð náttúrufyrirbæri mátti sjá á himni nærri Þorlákshöfn í dag, en þá myndaðist gríðarlangur skýstrókur á himni. Flestir tengja skýstróka við ofsaveður erlendis þar sem þeir ná gjarnan til jarðar og hrifsa með sér það sem á vegi þeirra verður.

Slíkt var ekki tilfellið í dag er þessi birtist á himni fyrir ofan Selvoginn, en í Ölfusi var fallegt og stillt veður í dag eins og annars staðar á suðvesturhorni landsins.

Donatas Arlauskas, íbúi í Þorlákshöfn, tók myndskeiðið hér að neðan sem er nokkuð tilkomumikið og veitti mbl.is góðfúslegt leyfi til að birta það.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert