Fækka þarf um rúmlega 100 þúsund fjár

Hætt er við að stemmningin í göngum og réttum dofni …
Hætt er við að stemmningin í göngum og réttum dofni eitthvað þar sem fé fækkar mest. Lögð er áhersla á að fækkunin verði skipuleg. mbl.is/Helgi Bjarnason

Allt stefn­ir í að fram­leiðsla á kinda­kjöti drag­ist sam­an um fimmt­ung eða fjórðung á næstu árum, til þess að eyða of­fram­leiðslunni. Það þýðir að fækka þarf sauðfé í land­inu um meira en 100 þúsund fjár. Gangi það eft­ir verður færra fé í land­inu en verið hef­ur í marga ára­tugi.

Nú eru fram­leidd um og yfir 10 þúsund tonn af kinda­kjöti á ári. Sala inn­an­lands er und­ir sjö þúsund tonn­um. Mis­mun­ur­inn hef­ur verið flutt­ur út og sam­kvæmt skýrsl­um og nefndarálit­um sem birt hafa verið að und­an­förnu vant­ar mikið upp á að það verð sem fæst fyr­ir út­flutt kjöt að meðaltali standi und­ir fram­leiðslu­kostnaði. Hef­ur þetta bitnað á afurðastöðvum og síðan bænd­um í miklu verðfalli á afurðum síðustu tvö árin. Of­fram­leiðslan hef­ur einnig leitt til ójafn­væg­is á inn­lenda markaðnum og verðlækk­un­ar.

Það virðist vera orðinn sam­eig­in­leg­ur skiln­ing­ur bænda og stjórn­valda að svona sé ekki hægt að halda áfram og að færa þurfi fram­leiðsluna að þörf­um inn­an­lands­markaðar. Part­arn­ir ganga mis­vel í land­ann og því þarf fram­leiðslan að vera aðeins yfir inn­an­lands­markaði til að sinna þörf­um hans fyr­ir hryggi. Það þýðir að alltaf verður að flytja eitt­hvað út. Í skýrsl­um síðustu daga er talað um 8 til 8,5 þúsund tonna fram­leiðslu, sem er rúm­lega þúsund tonn yfir sölu á inn­an­lands­markaði. Aðlög­un­in þarf vænt­an­lega að ger­ast á nokkr­um árum. Ekki má gleyma því að tölu­vert kjöt fell­ur til við grisj­un í stofn­in­um.

Um 476 þúsund kind­ur voru í land­inu um síðustu ára­mót. Til að ná fram­leiðslunni niður í það horf sem rætt er um þarf að fækka fé um 20-25%, eða um 100 þúsund fjár.

Slík­ur sam­drátt­ur hef­ur í för með sér veru­leg­an tekju­sam­drátt fyr­ir bænd­ur og afurðastöðvar þeirra og get­ur orðið blóðtaka fyr­ir byggðarlög, sér­stak­lega héruð sem byggja mikið á sauðfjár­rækt.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka