Skaftárhlaup er hafið

Frá Skaftárhlaupi 2015.
Frá Skaftárhlaupi 2015.

Hlaupið í Skaftá er hafið. Þetta staðfest­ir Veður­stofa Íslands við mbl.is. 

Snorri Zóph­ón­ías­son, sér­fræðing­ur í vatna­mæl­ing­um hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir að hlaupið hafi vaxið mjög hratt á skömm­um tíma. 

Hann bæt­ir við að það muni líða átta til tíu klukku­tím­ar þangað til hlaups­ins fari að gæta í efstu byggðum.

Veður­stofa Íslands greindi í gær frá því, að fyr­ir hlaupið 2015 höfðu liðið rúm fimm ár frá síðasta hlaupi þar á und­an en nú séu liðin tæp þrjú ár frá síðasta hlaupi.

„Það er heppi­legt að því leit­inu til að þá má vænta minna hlaups en eft­ir jafn langt hlé og fyr­ir hlaupið 2015. Íssjár­mæl­ing­ar Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skól­ans sýna einnig að nokkru minna vatn er í lón­inu nú en var í upp­hafi hlaups 2015. Því er bú­ist við því að rennsli í hlaup­inu sem nú er hafið verði minna en í hlaup­inu 2015 en það er þó ekki full­víst vegna þess að hugs­an­legt er að hlaup nú brjót­ist hraðar fram,“ kom fram í grein á vef Veður­stofu Íslands í gær.  

Mögu­leg vá

Það er mik­il­vægt að íbú­ar og all­ir þeir sem leið eiga um flóðasvæðið séu meðvitaðir um þær aðstæður sem upp geta komið og að ferðamenn séu upp­lýst­ir um mögu­lega nátt­úru­vá: 

  • Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaft­ár. Mögu­legt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri ár­bökk­um.
  • Dæmi eru um að hlaup frá katl­in­um hafi komið að hluta til und­an Síðujökli, sem mundi þá valda hlaupi í Hverf­is­fljóti og þá koma fram við brúna á þjóðvegi 1. Fylgst er vel með Hverf­is­fljóti þótt ekki sé talið lík­legt að það ger­ist.
  • Brenni­steinsvetni berst með hlaup­vatn­inu þegar það kem­ur und­an jökli. Styrk­ur þess er þá svo mik­ill að það get­ur skaðað slím­húð í aug­um og önd­un­ar­vegi. Ferðafólki er því ein­dregið ráðlagt að halda sig fjarri far­vegi Skaft­ár ofan Skaft­ár­dals svo og jöðrum Skaft­ár­jök­uls, Tungnár­jök­uls og Síðujök­uls á meðan hlaupið stend­ur yfir.
  • Sprung­ur munu mynd­ast mjög hratt í kring­um ketil­inn, því ætti ferðafólk á Vatna­jökli að halda sig fjarri kötl­un­um, sem og jöðrum Skaft­ár­jök­uls, Tungnár­jök­uls og Síðujök­uls þar sem hlaup­vatn gæti brotið sér leið upp á yf­ir­borðið.

Starfs­menn Veður­stofu fylgj­ast náið með þró­un­inni næstu sól­ar­hringa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert