Synt í sælu

Sjálfsagt ætla marg­ir í sund á ferðalög­um um versl­un­ar­manna­helg­ina. Hér seg­ir af laug­um lands­ins sem eru á annað hundrað, ólík­ar eins og þær eru marg­ar.

And­stæður mæt­ast og í tvö horn tek­ur þegar fólk er spurt um sund­laug­ar í eft­ir­læti. Sundstaðina á höfuðborg­ar­svæðinu róm­ar fólk fyr­ir þæg­ind­in; það er heita potta, eimböð, leikaðstöðu fyr­ir börn og laug­ar þar sem gott er að taka bring­u­sund milli bakka. Að hinu leyt­inu koma svo sterk­ar inn íburðarlaus­ar laug­ar í dreif­býl­inu sem eru nán­ast hluti af lands­lag­inu og falla vel inn í um­hverfið sitt.

„Ég fer dag­lega í Vest­ur­bæj­ar­laug­ina. Pott­arn­ir eru æðis­leg­ir, sér­stak­lega kaldi pott­ur­inn sem ég er háður. Guf­an er í sér­flokki og ekki skemm­ir fé­lags­skap­ur­inn fyr­ir því laug­in er stút­full af frá­bær­um gest­um,“ sagði einn viðmæl­enda í óform­legri könn­un Morg­un­blaðsins.  „Árbæj­ar­laug ber af öðrum laug­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Snyrti­leg­ir úti- og inni­klef­ar, inni­laug, fjöldi heitra potta og stórt svæði þar sem hægt er að vera í sólbaði eða slappa af,“ sagði ann­ar sund­laug­ar­gest­ur.

En lít­um nú út á land. Kross­nes­laug í Árnes­hreppi á Strönd­um er í grýttri fjöru í ein­stæðri nátt­úru. Mynd­ir af laug­inni hafa á seinni árum flogið víða um net­heima, sem auðvitað er það sem mest mun­ar um þannig að aðsókn­in er mik­il. Svo er það Selja­valla­laug und­ir Eyja­fjöll­um, sem stend­ur und­ir hárri kletta­hlíð sem mynd­ar einn út­vegg­inn. Það ger­ir sund­laug­ina eitt eft­ir­tekt­ar­verðasta mann­virki lands­ins.

Sjá um­fjöll­un um sund­laug­ar í heild í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert