Hafa áhyggjur af þekkingarleysi Heiðu Bjargar

Segja stjórnarandstöðuflokkarnir í borgarstjórn byggingarréttargjaldið valda „verulegum töfum á byggingu …
Segja stjórnarandstöðuflokkarnir í borgarstjórn byggingarréttargjaldið valda „verulegum töfum á byggingu leiguíbúða í Reykjavík“. mbl.is/RAX

Stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur og formaður VR, Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, lýsa yfir áhyggj­um af þekk­ing­ar­leysi for­manns vel­ferðarráðs Reykja­vík­ur og vara­for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Heiðu Bjarg­ar Hilm­is­dótt­ur, á hús­næðismarkaðnum í Reykja­vík.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem flokk­arn­ir fjór­ir, Flokk­ur fólks­ins, Miðflokk­ur, Sjálf­stæðis­flokk­ur og Sósí­al­ista­flokk­ur, ásamt for­manni VR, sendu frá sér nú síðdeg­is. Segja þeir til­efnið vera um­mæli Heiðu Bjarg­ar í þætt­in­um Viku­lok­un­um á Rás 1 í morg­un.

Þar hafi Heiða Björg sagt 1.000 íbúðir vera í bygg­ingu á veg­um óhagnaðardrif­inna leigu­fé­laga. „Þetta er rangt. Hið rétta er að 256 íbúðir, svo vitað sé, eru í bygg­ingu á veg­um óhagnaðardrif­inna leigu­fé­laga í Reykja­vík og hef­ur borg­in gefið út 551 bygg­ing­ar­leyfi til handa slík­um leigu­fé­lög­um, sem er víðs fjarri þeim 1.000 íbúðum sem formaður vel­ferðarráðs, Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, held­ur fram að séu í bygg­ingu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Þá hafi formaður vel­ferðarráðs einnig hafnað þeirri staðreynd að bygg­ing­ar­rétt­ar­gjald hafi áhrif á leigu­verð í Reykja­vík. Staðreynd­in sé sú að bygg­ing­ar­rétt­ar­gjaldið, sem er 45.000 kr. á hvern fer­metra, valdi „veru­leg­um töf­um á bygg­ingu leigu­íbúða í Reykja­vík“. Gjaldið legg­ist á leigu­verð sem auki greiðslu­byrði leigj­enda til muna og geti gjaldið numið hundruðum þúsunda ár­lega fyr­ir hverja íbúð.

„Þessi um­mæli for­manns vel­ferðarráðs und­ir­strika skiln­ings­leysið á þeim brýna hús­næðis­vanda sem er í Reykja­vík. Stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, hafa nú þegar lagt fram til­lög­ur til lausn­ar vand­ans en þær til­lög­ur hafa því miður ekki náð fram að ganga. Stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir og formaður VR skora á meiri­hluta­flokk­ana í borg­inni að bregðast við vand­an­um með því að taka und­ir til­lög­ur stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna í hús­næðismál­um.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert