Katrín Tanja í þriðja sæti

Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir í níundu greininni.
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir í níundu greininni. Ljós­mynd/​​Berg­lind Sig­munds­dótt­ir

Katrín Tanja Davíðsdótt­ir endaði í þriðja sæti á heimsleikunum í crossfit, sem lauk í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum í kvöld. Björg­vin Karl Guðmunds­son og Annie Mist Þóris­dótt­ir lentu í fimmta sæti í sín­um flokk­um.

Keppni lauk á „aeneas“-æfingalotu sem er samansett af svonefndu „pegboard“ þar sem keppendur þurfa að nota tréhólka til að klifra upp holóttan vegg. Að því loknu þurftu þeir að ljúka 40 hnébeygjum og axlapressum (thrusters) og í lokin að bera lyftingagrind tíu metra með þremur stoppum þar sem grindin er þyngd. Katrín Tanja lenti í þriðja sæti í æfingunni, en Annie Mist í því sjöunda.

Katrín Tanja náði öðru sætinu í í fyrstu æfingu dagsins og klifraði þar með upp í fjórða sætið, hún náði fimmta sæti í annarri æfingunni sem byggði á þrautabraut sem gengin var á höndunum og klifraði þar með upp í þriðja sæti, sem hún náði að verja í lokaæfingunni.

Efst í kvennaflokki var  Tia-Cla­ir Toomey er með 1.154 stig. Laura Hor­vath í öðru með 1.090 stig og Katrín Tanja er með 1.020 stig. Annie Mist lauk keppni með 866 stig.

Efst­ur í karla­flokki var Mat­hew Fraser með 1.162 stig, Pat­rick Vellner var í öðru með 944 stig og Lukas Hög­berg í þriðja með 886 stig. Björg­vin Karl lauk keppni með 834 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert