13 bandarískar orrustuþotur sinna tímabundinni loftrýmisgæslu

F-15 orustuþotur við loftvarnir á Íslandi 2018.
F-15 orustuþotur við loftvarnir á Íslandi 2018. mbl.is/Árni Sæberg

Alls dvelja nú 274 liðsmenn bandaríska flughersins í Keflavík í tengslum við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Kanarnir hafa með sér þrettán F-15 orrustuþotur sem flogið er um Ísland þessa dagana.

Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fylgdust með mögnuðu sjónarspili þegar tíu þeirra tóku á loft á þriðjudagsmorgun og greina frá því í máli og myndum í blaðinu í dag.

Einn af bandarísku orrustuflugmönnunum segir það mikilvægt að vera vel kunnugur aðstæðum í löndum Atlantshafsbandalagsins og bendir á mikilvægi æfinga.

Framkvæmdastjóri varnarmála hjá Landhelgisgæslunni tekur í sama streng og segir að þótt orrustuþotur séu ekki hér allt árið um kring fari eftirlit með loftrýminu fram allan sólarhringinn, allan ársins hring. Bæði er verið að þjálfa flugmenn, en líka sýna getu Atlantshafsbandalagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert