Ráðgátan um norræna byggð á Grænlandi leyst?

Rostungstönn (t.h.)
Rostungstönn (t.h.) mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vís­inda­menn telja sig nú hafa leyst ráðgát­una um byggð nor­rænna manna á Græn­landi á miðöld­um. Sögu þess­ara nor­rænu byggða má rekja til út­legðar Ei­ríks rauða frá Íslandi á 10. öld en hann flúði til Suðvest­ur-Græn­lands og stofnaði fyrstu nor­rænu byggðirn­ar þar í landi.

Í yfir 200 ár voru þar tvær stærri byggðir með sam­an­lagt tvö þúsund íbúa sem bjuggu við góðan kost. Það hef­ur lengi verið vís­inda­mönn­um ráðgáta hvernig byggðir þess­ar hafi blómstrað líkt og raun ber vitni, en talið er að á tíma­bili hafi sam­fé­lög­in haldið uppi nokkr­um kirkj­um, klaustri og jafn­vel bisk­upi.

Rost­ungs­bein voru eft­ir­sótt vara meðal ríkra Evr­ópu­búa á miðöld­um en úr þeim voru unn­in ýms­ir hand­verk­s­mun­ir. Í nýrri rann­sókn rann­sak­enda úr há­skól­un­um í Cambridge og Osló, sem greint er frá á vef Science Daily, kem­ur fram að á blóma­tíma nor­rænu sam­fé­lag­anna í Græn­landi, frá 1120-1400, hafi að minnsta kosti 80% rost­ungs­beina verið flutt beint frá Græn­landi til Evr­ópu, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert